Silfurdrengirnir og Kryddsíld

Ég sit nú bara og græt yfir Spánarleiknum frá ÓL í sumar. Mikið óskaplega sem mér finnst þetta frábært með þetta silfur.

Og svo nenni ég alls ekki að horfa á Kryddsild – æ ég er eiginlega alveg komin með nóg. Bæði af mótmælendum sem eyðileggja eigur annrarra og þessum stjórnmálamönnum. Ég verð bara hrædd af vita af þessum ólátum og ofbeldi. Hefði verið miklu flottara að mótmæla í friði þarna fyrir utan -láta finna fyrir slagkraftinum. Fuss og svei – og skamm. En ég vil að mótmæli séu og var jafnvel að hugsa um að fara en ég vil nú ekki vera með í svona. Kannski hefði ég aldrei farið hvort sem er…Nú vil ég bara nýtt fólk og kosningar. Alla út og bara hreinsum út – nýtt fólk ný stefna. Það er svo bara hægt að byrja upp á nýtt fyrir þá sem hafa stjórnað síðustu 17 ár.

Verið menn að meiru

2008 að niðurlotum komið

Þetta er merkilegt – mér leiðist Gamlárskvöld alveg ótrúlega mikið – ekki afþví það eru flugeldar eða annað vesen í þeim anda heldur þessi krafa um að það eigi að vera skemmtilegt… Mér finnst svona vesen ekkert skemmtilegt er orðin handónýt til drykkju og vakna fyrir allar aldrei alltaf hreint. En ég bara elska gamlársdaga. Þá fer ég um húsið og tek til, hugsa um mat og fæ mér gjarnan freyðivín – en í dag verður það nú ekki: Páll er með ælupest og ég er algjörlega á nippinu.

Ég fór að versla í morgun og ég sé að á næsta ári verður bara borðað eitthvað mjög lítið – úff hvað er orðið dýrt að versla. En ég keypti líka heilmikið og allt alveg ferlega dýrt og flott. Þannig er gamlárs – krakkarnir fá besta matinn sinn og það er splæst á rauðvín með matnum og jafnvel einum og einum sopa af öðru skvett í belg – sérstaklega ef maður heitir Páll… híhí.

En nú er ég búin að borða alls kyns magasýrutöflur og vonandi dugar það til að slá á ælupestina – ég er sko ekki eins og Dísa og Palli sem bara fá pestina, æla svoldið og eru svo stálslegin nokkrum klukkutímum seinna – ónei ég her alveg við dauðans dyr og vorkenni mér svo mikið að það jörðin hættir að snúast. Ó my god. En ég er sem sagt í djýpri afneitun og ætla ekki að fá pestina.

Við hjónin fórum með moggann í morgun – í kjölfarið laggðist palli – og það var ferlega notalegt – nú er ég búin að fá frí alveg frá því fyrir jól – ég held ég hafi ekki farið á Þorlák né aðfangadag svo ég er alveg úthvíld. En ég er alveg í mauki – ég verð að taka mig á til að ná upp þoli á hu humm 5 dögum… Ja maður gerir sitt besta – mér sýnist nú að maður gæti hjólað í fyrramálið – það væri frábært. Þetta kemur allt saman.

Jæja best að halda áfram að taka til – og dást að rauðum túlipönum sem ég fékk mér auk ægilegra fallegra styttna sem ég fékk í jólagjöf. Og ég ætla ekki að fá mér ælupest.

…og mikið óskaplega er ég fegin að þetta ár er að enda komið – úff púff

Síðasti dagur ársins nálgast

…óðfluga. Mér leiðist gamlárskvöld. En ég er að læra að njóta þess. Ég ætla að dunda mér á morgun, gera fínt og fá góða lykt í húsið.

Það var algjörlega yndislegt í Borgarfirðinum. Það er nú meira hvað fer vel um mann þar. Jonni lánar okkur gestahúsið – ég vona að palli hafi gengið vel frá sængunum og slíku – ekki gerði ég það, úff… Leiðinlegt að skilja við húsið allt í drasli.

Ragnheiður mín verður 20 ára þriðja janúar – tengdó á nýársdag og Aðalsteinn var 18 í desember. Hvað á maður að gefa pæju í afmlisgjöf? Ég gaf Aðalsteini tvíbreiða sæng og rúmföt… Féll vel í kramið…

En amk ætti ég að gefa mér nýja gamla hugsun – það þýðir ekki að hugsa að maður nenni ekki að hreyfa sig og láta það stoppa sig…

Ég er ekki nærri nærri nógu dugleg – hreyfði mig ekkert í gær og í dag en fór í rosalega fínan hjólatúr á sunnudag – veit ekki alveg hvernig ég á að koma mér stuð fyrir 6. janúar þegar þrekprófið verður huhummm… er ekki eins þrekuð og ég var svo mikið er víst – það fann ég á sunnudaginn – það var eins og æfingar skili betra formi – svei mér þá…

En ég er búin að kaupa mér flísófix og efni í snjókarla – ó já… það er nú ekkert annað. Ég stefni á að gera þá hið snarasta og svolítið af jólagjöfum líka. Ég meina það.

Svínslæri og Borgarfjörður

En fyrst er nú líklega smá sundferð. Ég ætti endilega að hreyfa mig svolítið í dag – kannski bara að hjóla svolítið það er gaman líka – ég held það sé eins hlýtt og í gær svei mér þá en þá var sex stiga hiti. …sem minnir mig á það – ætli það sé í lagi með bremsurnar á hjólinu mínu… já og ætli ég viti hvar hjálmurinn minn er híhí. Allt í vitleysu hvað ætli maður eigi von á því að það sé hjólaveður í desember.

…það er meira hvað Animal planet er skemmtileg! Nú er verið að segja frá fullum ferret – sem ég man náttúrulega ekki hvað er á íslensku. honum hafði verið hent í flöskugám og hann hafði ekkert að drekka nema bjór greyið. Tók hann þrjá daga að ná þessu out of his system ;-). Greyið litla.

Í gærkveldi höfðum við einn besta mat sem ég hef bragðað – hátíðarlæri frá SS – léttreykt með berjum – ju minn góði hvað það var gott. Ég mæli með þessu fullkomlega sem einum besa veislurétti sem ég veit. Gaman og óvænt – ég bjóst ekki við að þetta væri svona gott.

Nú jæja… Einhver gáfuleg hugsun… varla.

Þær gleymast amk ótrúlega fljótt.

En ég veit að ég þarf að hengja upp þvott… já og athuga þetta með hjólið. Ég fer svo ekki í bæinn fyrr en um 12 eða 13 svo ég hef nú tíma til að gera allt mögulegt.

Já það var þetta með middle life og það allt saman


Ég er nú kannski ekki með gráa fiðringinn en það virðist vera óhjákvæmilgt að endurskoða líf sitt á þessum tímapunkti. Enda hlýtur það að hafa verið ástæðan fyrir því að fara í þessa lífsstílsbreytingu – já eða amk að leyfa Baldri að etja mér út í hana en hún ætlar að verða allt eins erfið og ég ætlaði – og ívið verri jafnvel þannig að ekki er ég hissa þó eitthvað hafi orðið bið á því að ég skellti mér í hana.

Ég hef nú sæmilegt vit til þess að leita mér stuðnings – þ.e.a.s. að gera mér grein fyrir því að þetta er ekki hægt nema vera í teymi með einhverjum. Ekki afþví að vinnan sé einhvers annars heldur að fá endurnæringu og pepp, svör við þrákelknislegum fullyrðingum og rof á þráhyggjuhugsunum og bergmáli manns eigin huga. En maður verður að vilja hlusta. Það þýðir lítið að ætla að vita allt best sjálfur og fara bara áfram sinn stíg.

Ég nýti mér sjúkraþjálfarann minn út í ystu æsar, ég hef farið nokkrum sinnum til sálfræðings og nú ætla ég á Reykjalund í endurnæringu og enduhæfingu bæði á sál og líkama. En þetta gengur nú ekki alveg sársaukalaust fyrir sig.

Ég held til dæmis að ég hafi náð nokkrum árangri í því að laga mig- ég geri mér grein fyrir vinnualkanum og því að ég þarf að hafa þokkalegt heima hjá mér svo mér líði betur, innkaup eru nauðsynleg ætli maður að borða hollt, elda verður maður líka að gera og ekki má borða sælgæti. Það er algjörlega nauðsynlegt að borða reglulega og hreyfing á hverjum degi og stundum tvisvar á dag er líka alveg must – þetta hef ég allt gert og hélt í sakleysi mínu að þetta væri nú allt saman töluvert. En nei þá finnst sála að það þurfi að skoða það sem innra með mér er og hann hefur allt aðra skoðun á því hver ég er – en ég. Og ég kann ekkert sérlega vel við þessa manneskju sem hann telur mig vera.

Hún er ekki hörð af sér, hún er ekki með allt sitt á hreinu og hefur stjórn á því sem hún vill. Og líf hennar hefur ekki endilega verið með besta móti – og ekkert af því er henni sjálfri að kenna heldur aðstæðum, uppeldi og óhjákvæmilegri aðlögun barnsins að þessu öllu. Og það er alveg saman þó sagt sé að margur hafi haft það verra eða sé verr standur – þá hjálpar það ekki endilega líðan manns eða styrkir mann í verkefnum hvunndagsins.

það er t.d. vill sáli meina ástæða fyrir því að ég sekk í vinnufen – dýpra og dýpra. Eða að heimilishaldið gangi eins og það gangi á stundum…. oh það er svo pirrandi að vera kannski annar en maður er – 40 ár eða svo af einhverju allt öðru en maður hélt.

En það útskýrir svo sem ýmislegt – viðbrögð og úrvinnslu.

Ég gaf Palla KK diskinn og hann er staddur á svipuðum stað og ég. Hann er ívið eldri þannig að hann segir að haustið sé komið og veturinn bíði – það er nú kannski einhver ár í það hjá mér – en hann er að fara yfir líf sitt og það eru nokkrir textar þarna sem eru algjör snilld.

Þeir hittast tvei vinirnir og eru að reyna að ræða saman – annar þarf líklega að biðja afsökunar á ýmsu og gengur það ekki sem best – en báðir vita þeir að þeir eru orðnir menn en vita ekki að þeir eru bara menn… þess vegna kannski gengur þetta ekki betur hjá þeim blessuðum. Algjör snilld.

Og í öðrum segir hann – ég er ekki sá sem ég held – heldur sá sem ég er.

Alveg á sama stað og ég sem sagt. Og trust me – þetta er heilmikill biti að kyngja. Maður kemur áreiðanlega alveg dáindis vel út úr því að vita hver maður er – og líklega er sú manneskja ekkert verri en sú sem maður heldur að maður sé – en það þýðir óhjákvæmilega svolítið breytta heimsmynd og kannski er ekki allt öðrum að kenna heldur manni sjálfum – eða sem er líka svolítið í mínu tilfelli – kannski er ekki allt mér að kenna – heldur hafa aðrir eitthvað með hlutina að gera líka.

Svei mér þá og svo er maður orðinn 43 – ef maður lifir eins lengi og Jón blessaður þá á maður 10 ár eftir – það er því rétt að fara að lifa lífinu lifandi og ekki grafa sig í vinnu – heldur taka til við skapandi verkefni þar sem eitt og annað verður til – gerist. Maður má ekki bara sitja í hrúgunni við kennaraborðið og ekki komast upp úr hvunndagnum.

Ætla ég að skrifa? Ætla ég að læra meira og hvað ætla ég að gera við það nám? Ætla ég kannski að búa til námsefni?

Ætla ég að vera búin að skrifa jólakortin fyrir 22. desember og vera búin með jólagjafnirnar fyrir hálf sjö á aðfangadag? SVo eitthvað lítið sé nefnt ;-).

Hvað ætla ég að gera í umgengninni á heimilinu – hvernig kemst maður út úr því að vera fastur í drullupytti draslsins og óreiðunnar.

Margt að hugsa um – en við skulum byrja á því að taka fyrstu dagana í framhaldsnáminu og Reykjalund. Ég hlýt að fá nýja sýn á lífið með þeirri ferð – ég legg amk mikið í hana og það er sérstakt happdrætti að fá að tileinka 5 vikur af lífi sínu sér sjálfum og mikilvægusta viðfangsefninu – að vinna í heilsunni sinni og sjálfum sér.

Og víst er maður að eldast – en það hefur líka sína kosti. Maður er svolítið klárari en áður.

Fáið ykkur diskinn hans KK ef þið eruð á svipuðum stað og við – hann er snilld. Afar passandi. Kannski að Geir og Ingibjörg ættu að hlusta á hann svolítið líka – en ef maður er ekki tilbúinn þá svo sem heyrir maður ekki snilldina svo ég er ekki viss um þau.

Fjölskyldan og jólin

Stundum hugsa ég eitthvað alveg ótrúlega sniðugt og hugsa mér að skrifa nú um það en svo bara man ég ekki meira. En það sniðuga við þetta er að þá á maður að hafa svona kompu með sér – til þess að skrifa allt þetta sniðuga en ég skoho myndi bara týna henni híhí.

En mikið er ég búin að hafa það gott um jólin – og það sem ég var dugleg í aðdraganda þeirra…. ójá það var nú eiginlega eins og ævintýri – kannski bara það sé að rætast að maður verði orkumeiri og duglegri ef maður léttist og stundar heilsurækt…. held samt það sé bara það að vera allt of seint og með allt á hvínandi hausnum sem lætur þetta ganga ;-).

Ragnheiður, Jósep, Aðalsteinn, amma og afi, Inga og Palli voru hér á aðfangadag að borða besta hamborgarhrygg í heimi – og lambahrygg sem var heldur betri… Súpan heppnaðist líka fullkomlega en við eigum enn eftir að borða ísinn híhí sem ég bjó til á Þorlák.

Ég hef einu sinni farið út að ganga en ég verð að bæta í.

Jæja sem sagt ekkert að segja bara að þrugla þetta – en ég hugsa áreiðanlega eitthvað ótúrlega merkilegt á morgun.

2 dagar til stefnu

Jæja nú eru jólakortin farin – í troðfullan póstkassann við pósthúsið. Ég held þeir hefðu nú átt að borga einhverjum svona eins og 1000 kr til þess að tæma kassann í gær – margir sem hafa hugsað eins og ég – nota helgina í að skrifa kortin og setja þau svo í kassann sem er tæmdur fyrir útburð í dag – en nei þá var kassinn bara fullur og margir urðu frá að hverfa í gær. Æ pósturinn er ekki alltaf að hitta á það. Ég er hins vegar svakalega ánægð með heimilisfangalistann minn sem er á posturinn.is – hann uppfærist af sjálfu sér og bíður mín alltaf á milli ára – ég þarf bara að muna aðganginn ;-).

En ég held í alvöru að ég þurfi að búa til lista yfir það sem a) mig langar að gera og svo b) plan yfir það sem svona ásættanlegt er að ætla að maður komist yfir….

En amk þarf ég að gera jólagjöfina sem ég hef ekki enn lokið við – það er must. Er bæði undir a og b.

svo er það:

taka til í sauma og föndurdótinu – svolítil óreiða þar eftir föndur síðustu vikna…
Taka til í hjónaherberginu – sérstaklega brúna skápnum sem geymir allt mitt djásn
Taka til í bókahillunum – það varð einhver sérskennileg sprenging þar…
Þvo svona eins og 6 vélar og þurrka þær í mínu litla þurrkrými
Búa um rúmin
Skreyta jólatréð og sjóða það svolítið fyrst 😉
Bera út moggann á morgun og aðfangadag og fara í sund eftir blaðburðinn á aðfangadag.
VERA BÚIN AÐ PAKKA öllum gjöfunum FYRIR aðfangadag – vera heldur ekki að gera neinar á aðfangadag takk fyrir ;-).
Baka – klára mömmukökurnar, kannski reyna að gera döðlubotna, kókostoppa, súkkulaðibitakökur – gaman væri að gera 10 sörur en ég veit ég kemst ekki yfir það.
Versla svolítið af jólagjöfum…

Hvað haldið þið að ég hafi gert við fjólubláa bolinn minn? Það væri mjög spennandi að vita það – en nú er ég farin í sjúkraþjálfun – þarf að reyna að hafa kálfana mína í betra standi – sjáumst hress í önnunum 😉

Jólaundirbúningur

Jæja komið þið nú sæl og blessuð – og þú Ingveldur, nú íhugar þú það gaumgæfilega næsta ár að skrifa jólakortin ÁÐUR en þú ferð í jólafrí heillakerlingin mín.

Í gær var mín ósköp þreytt. Palli fór með blöðin um morguninn og sagði farir sínar ekki sléttar – erfitt færi og þungt en hann fór með glöðu geði minn hluta líka enda er ég ekki viss um að ég hefði komist þetta. Við hvíldum okkur heilmikið í gær, bæði uppgefin eftir vinnuvikuna og mismikinn svefn.

En ég keypti svolítið af jólagjöfum í gær, rétt svona til að gleðja fólk sem stendur mér nærri. Í dag ætla ég svo að skrifa jólakortin blessuð þar sem ég keypti frímerki í gær þá bind ég vonir við að þau verði borin út á morgun og komist til fjarlægari landshluta á Þorlák.

Ég keypti rauðgreni í gær – það verður fróðlegt að sjá hvernig það endist – það er þá bara hægt að henda því út fyrr en ella ef allt er í voða. Það þýðir að við förum og notum gömlu seríurnar okkar aftur – þessar sem eru eins og kerti, gömlu góðu. Einhvern veginn eru þær nú það sem mér finnst fallegast – bara ef Palli vildi ekki hafa þessar lituðu perur á þeim – mikið leiðist mér þær ;-). Allt eins og í bernskunni – meira hvað maður er fastheldinn…

En jæja áfram gakk…

Þetta lítur ekki svo illa út

Hver er ég?

Önnur en ég hélt svo mikið er víst!

Meira vesenið að vera hjá sálfræðing. 43 ár í tómu rugli bara!

Úff….

Og ég vissi ekki af því einu sinni!

Veit ekki hvort er verra – vera önnur en ég er eða vita ekki af því!