Því nóvember er nú ekki alveg nógu skemmtilegur einn og sér hefur kvef slegist í hópinn. Meiri mánðurinn þessi nóvember. Ég nennti ekki einu sinni í sjúkraþjálfun – og ég átti samt að afhenda matardagbók og vigta mig – en nei ég nennti því ekki. Ég var áreiðanlega of slöpp – og ekki búin að vera sérlega dugleg í skrifunum heldur huhumm… en ég hef nú ekkert verið alveg út á túni í mataræðinu. Svo hef ég þar að auki tekið þann pól í hæðina að í nóvember er bara best að biða og vera ekki að rembast þetta. Ég hef hálf drepið mig á þessum nóvembermánuðum síðustu tvö árin. Úff púff… en nú er hann að verða búinn.
Vonandi verð ég hress á morgun og get farið að þrífa og skreyta.