Þegar ég les þetta eftir ár eða mörg ár

Mér finnst að það eigi að boða til kosninga.
Mér finnst að það ætti að skipta um stjórnendur í Seðlabanka og FME. Strax.
Mér finnst að Björgin og Árni eigi að segja af sér. Þó mér finnist Björgvin æði – hans tími kemur eftir kosningar.

Þó svo það verði umrót á stjórnarheimilinu – rétt eins og í hjónabandi þar sem annar aðilinn segir að nú sé í óefni komið og skilnaður verði í maí – það verður víst aldrei alveg sami trúnaðurinn. En ef stjórnin vinnur samstillt að úrræðum þá verður hægt að leggja það fram við kosningar.

Færðu inn athugasemd