Ég átti óbærilga erfitt gærkvöld og slæma nótt. Ægilegan morgun – nema gangan bjargaði mér alveg. Og mig langaði bara að gráta utan í öxl vinnufélaga minna. En þeir nenntu því ekki ;-). Stína sagði mér að brosa – því við eigum svoldið bágt saman… en ég sagðist ekki geta brosað og ég vildi það ekki – ég þyrfti að velta mér upp úr hörmungunum svolítið lengur.
Í gær lánaði hún mér bókina Ég er innra með þér eftir Eileen Caddy og fyrir 25. nóv segir:
Engin þörf er fyrir þjáningu… Þær mannverur sem færast inn í hið nýja þjást ekki lengur. Ef þér finnst ennþá að þjáning sé nauðsynleg ertu ekki komin inn í hið nýja heldur algjörlega fastur í því gamla. Þar muntu dveljast og draga að þér þjáningar þar til þú heldur áfram af frjálsum vilja og viðurkennir að ekki sé lengur þörf á að þjást. Einbeittu þér að dásemdum og gleði þessa lífs og taktu við hinu besta, sem er sannur arfur þinn. Það merkir ekki að þú stingir höfðinu í sandinn, sért hræddur við lífið og horfist ekki í augu við það. Það merkir ekki að þú stingir höfðinu í sandinn, sért hræddur við lífið og horfist ekki í auga við það.
Það held ég bara að manneskjan hafi bara alveg rétt fyrir sér.>Hamingjukveðjur>Haddý Jóna Skagapæja
Líkar viðLíkar við