Er að hressast

Jæja þá er mín nú heldur að hressast.  Nú er ég bara venjulega þreytt – ekki óhuggulega óviðráðanlega viðbjóðslega óbærilega þreytt.  Ég er búin að gera nokkur ljótustu jólakort ever – það er nú meira.  En kannski líta þau betur út eftir nokkra daga ég hef ákveðna reynslu að það á til að gerast.

Nú – annars er ég enn hjá Dísu, og í morgun fór ég í frábæran göngutúr í áreiðanlega í 90 mínútur og svo fór ég í laugina og pottinn og gerð svolítið af æfingum.  Ánægð með það.  Mér finnst eins og ég hugsi eins og ég sé með heila en ekki gel í kolli mínum!
Og svo á bara eftir að keyra heim.  Jamm – gaman að því!  
Brjáluð blíða…. 

Færðu inn athugasemd