Enn að drepast…

Meira hvað maður getur verið ómögulegur! Er meira að segja heima með dúndrandi hausverk og þvílíkt máttleysi að ég þarf verulega að hugsa mig um hvort ég eigi að nenna að tengja tölvuna. Hvort ég eigi að nenna að fara á klósettið – er ekki óþarfi að búa um? Og diskarnir tveir sem eiga heima í uppþvottavélinni eru algjörlega alltof þungir til að lenda þar.

Næsta lending verður að taka panodil og sjá hvort það skilar mér einhverju.

En þetta ár er svo sem ekki búið að vera skemmtilegt. Erfiðleikar heima fyrir, mikil vinna í haust, jarðskjálfti sem setti mig alveg útaf laginu, kreppa og dauðsfall. Líklega er þetta allt saman of stór skammtur sem meira að segja handboltaliðið náði ekki að vinna bug á…

Ég ætti bara að vera glöð að hausinn hangir enn á mér…

Og nú er ég farin að fá mér panodil. ÉG er búin að borða 2 brauðsneiðar í dag og þar með er brauðskammturinn búinn og rúmlega það. Meira eitrið þetta brauð! Passið ykkur á því

1 athugasemd á “Enn að drepast…

Færðu inn athugasemd