Fjórðungur

Ég er að drepastu úr einhverju. Þreytu líklega. Er búin að vera að því lengi… Lítið lát á.

Þegar maður er að drepast úr þreytu er maður ekki að hitta á það í mataræðinu. Ég borða fjórðung of mikið! Og hreyfi mig þar að auki ekki nóg… En það er nú líka þreytunni að kenna.

En góðu fréttirnar eru þær að sá fjórðungur er uppfylling á orkuþörf minni dag hvern þannig að ég fer ekki fram úr henni. Og vitið þið hvar ofétnu stigin liggja?

Jamm í 2 – 4 brauðsneiðum á dag. 1 – 2 tsk smjöri og 2 haust kexsneiðurm auk 6 – 8 ostsneiða! Þetta þýðir að Þetta sem hér er talið er nú bara hvorki meira né minni 12 – 20 stig og það er ekkert smá þegar maður má ekki borða nema 32 stig.

Nú á ég t.d. bara 7 stig eftir í kvöldmatinn því ég hef etið svo mikið brauð!

Á morgun borða ég ekkert brauð og sáralítinn ost – ekki meira en 2 sneiðar og ákvexti í staðinn. Jamm það er það sem ég geri!

Annað er bara fínt – ekki borðað á milli mála og enn ekkert nammi – enda borðar mín bara ekki nammi.

En nú verður ekki hjá því komist að taka hér til enda fór ég að sofa klukkan 20 í gær og búin að leggja mig í 2 og næstum 3 tíma í dag. Ég hlýt að ná mér niður úr þessari ofsa þreytu – annað gengur náttúrulega ekki. En ég held ég hafi aldrei á ævinni verið svona þreytt. Hvert skref – hver hugsun, hver gjörð er mér algjörlega ofviða!

Kveðja ykkar Inga þreytta

Færðu inn athugasemd