Nú er um að gera að horfa björtum augum til dagsins framundan. Hann er hér, við erum hér og því er um að gera að gera sem allra mest og best úr öllu saman! Til hvers að eyða tímanum? Nýtum hann frekar. Hann er ekki endurnýtanleg auðlind. Hér og nú er það sem skiptir máli.
Ég var hjá Dísu um helgina og við gerðum jólakort. Og það bara heilmikið af þeim, meira að segja hún Dísa skvísa. Þurfum nú að hittast aftur svo við náum að klára. Svolítið mörg jólakort sem þarf að gera. Nú og svo er bara um að gera að koma þeim á fólk en ekki nota rándýr frímerki!
Ég er að gera svolítð margt – nýti sem sagt tímann voða vel – en það fer mér ekki sérlega vel að gera margt í einu: Hlusta á Rod Stewart í I-podinum hennar Ragnheiðar. Skanna inn kennsluefni. Blogga og fylgjast með fréttum – já og svo skrifa ég einn og einn tölvupóst!
Og helst myndi ég vilja sleppa því alveg að kenna í dag – ég þyrfti svona einn dag bæði í skólanum og heima þar sem færi fram allsherjar tiltekt á afmörkuðu svæði….
en dagarnir eru bara svo fullir af verkefnum…. Sem er í sjálfu sér gott.
Ég hef ekki staðið mig sérlega vel í matnum – of mikið brauð og smjör og blessaður osturinn loðir vel við þetta tvennt.
Ég hef ekki hreyft mig sérlega mikið – bara morgungangan en þetta hafa nú ekki verið alveg venjuulegar vikur svo nú ætla ég að stefna á hreyfingu eftir plani. Það á allt eftir að fara ágætlega. Gott ef maður getur ekki hjólað eins og veðrið lætur í augnablikinu.
Mánudagur – vinna fram eftir nema í dag – ég ætla að vera komin heim klukkan 4
Þriðjudagur – sund klukkan 14:00 og hjólað í Íþróttamiðstöðinni Borg – heitur pottur.
Miðvikudagar – komin snemma heim. Sjúkraþjálfun þessa vikuna klukkan 16 – á að skila punktakerfinu frá Reykjalundi til Baldurs í mataræðinu – á eftir að segja ykkur frá því en ég er EKKI að standa mig í bókhaldinu. Ég hjóla kannski smá áður en ég fer til Balla.
Fimmtudagur – upphitun á hjóli og blak
Föstudagur – hjól/ógeðstæki og sund.
Alla daga ganga með mogga – laugardaga fer ég tvisvar sinnum. Þyrfti svo að fara einu sinni í pottana um helgi – það er ekkert eins gott fyrir mína þreyttu fætur.