Jæja þá er búið að jarða hann Jón Kristleifsson, blessaðan. Það eru sérstök verkefnin sem fólki eru farin en svona er þetta víst en það er alveg klárt að þau eru ekki auðveldari fyrir það.
Athöfnin fór fram í Reykholtskirkju, en þar söng Jón oft enda virkur í kórstarfinu þar og í Kammerkórnum. Það var gríðarlegt fjölmenni við athöfnina eða 740 manns og 550 þeirra fengu sér hangikjöt í Logalandi í minningu hans. Aldís stóð uppi allan daginn, ég veit ekki hvernig hún fór að því en hún gerði það blessunin.
Ég vil þakka ykkur öllum sem hafið sýnt mér stuðning og sent mér hlýjar kveðjur og hugsanir. Þær skipta svo sannarlega máli á stundum sem þessum.
Enn er þetta afskaplega óraunverulegt. Eiginlega alveg óhugsandi. Blessaður karlinn.
Ég kom heim í gærkveldi og svaf vel í nótt. Nú paufast ég í gegnum námsmatsskjölin og prófin og reyni að koma þessu heim og saman fyrir þriðjudaginn en þá þarf ég að senda möppurnar heim. Þetta hefst allt saman. Það verður ekki við allt ráðið og ég held maður átti sig ekki á því hve skellurinn er stór. Heilinn er svo merkilegur – hann setur allt í fost og svo þiðnar allt í rólegheitunum.
En áfram með smérið – kíkjum á skriftina hjá krökkunum.