Borgarfjörður og Reykjalundur

…og námsmat… er á huga mínum.

Ég var heima í dag – ég segi eins og sonur vinkonu mínnar sagið einn daginn þegar hann kom fram kvefaður: ,,Mamma ég held ég sé bara alveg ónýtur!“ Það er ekki auðvelt að vera í kennslu í svona ástandi. Þetta er náttúrulega bara algjörlega hörmulegt með hann Jón þennan orkufulla mann sem hljóp um allar koppagrundir, elskaði náttúruna og ferðalög. Alltaf á iði. Ég veit ekki hvað þetta á bara að þýða?

Annars er það af mér að frétta að ég er aðeins byrjuð að léttast. Ég hef fengið inn á Reykjalundi 12. eða 13. janúar og verð þar innlögð í 5 vikur. Það þýðir ekkert fyrir mig að vera heima 2 daga á milli meðferða – þá myndi ég bara gera 5 daga skammt á tveimur dögum og vera alveg í sömu steypunni.

En mér finnst eins og ég hafi unnið í happdrætti að komast þarna inn svona fljótt. Læknirinn sem ég hitti í gær var mjög ánægður með okkur Baldur – sagði að við hefðum náð algjörlega stórkostlegum árangri. Jamm – það er gott að heyra það frá einhverjum sem vinnur með offitusjúklingum daginn út og inn – hann hlýtur að vita eitt og annað. Það var mjög gott og gaman að tala við hann. Og hann bauð mig bara velkomna strax! Frábært.

Svo eru aðrar þrjár vikur í ágúst. Jamm – það er ekki auðvelt að vera kennari og í burtu í ágúst og í febrúar í námsmatinu – ég ætla bara ekki að hugsa um það.

Ég fer í Borgarfjörðinn á morgun og verð líklega bara fram á sunnudag – sem svo sem segir mér að ég þarf eitthvað að fara að hugsa um föt og svoleiðis nokkuð….

Færðu inn athugasemd