…9 eftir. Innandyra. Svo á eftir að setja á stakketið. En enn svolítið meira drasl verður að segjast. Jamm…
Enda fylgir því svolítið að mála – þó bara séu tveir veggir undir. Nú svo þarf að gera þetta og hitt og taka þessa jólakassana út og bera þetta til og svo hitt og damm damm – allt í einu allt á hvolfi og ekki hægt að fá botn í neitt! Svona getur þetta verið… Ótrúlegt en satt.
Mála – baka aðventukrans, kaupa eitt stykki notað hjónarúm á mbl.is, ná í það og henda öllu út úr hjónaherberginu – sem vel að merkja er algjörlega á hvolfi fyrir. Sparsla eða spassla gat á veggnum þar sem sturtan er, skítaredding en verður ekki verra en láta vatnið leka inn um allt… Kannski verður þetta jafnvel betra og svo sá ég að ekki veitti af að setja bara sílikon með öllu á gólfinu – bið aðalstein um það en ég vonast til þess að hann skili sér heim í kvöld blessaður drengurinn.
Ég nenni ekkert að skrifa matardagbók – er ekki með hreina daga en ekki svo gasalega óhreina heldur en ég veit að til þess að léttast þurfa þeir að vera hreinir – en ég veit líka að á mína litlu sál hefur allnokkuð verið lagt undanfarið og þá er betra að reyna að fást við það og hafa hægt um sig á meðan. Streðið sem ég hef verið í síðustu 2 árin er nokkuð sem ég get ekki lagt á mig núna í nóv 2008 en nú er desember að byrja á morgun og næstu vandræði byrja ekki fyrr en í febrúar – endaðan janúar og þá er ég vonandi í góðum höndum á Reykjalundi.
En nú ætla ég að taka svolítið til í miðrýminu þar sem það hefur nú verið gert í bili það sem þar verður gert. Vegglistar og gólflistar bíða enn síns tíma en engu að síður er þetta 100 sinnum betra en þetta var. Og ekki verður nú leiðinlegt að sofa í sama rúmi og maðurinn en gamla rúmið okkar var oðið svo léleg að ég beið heilsutjón af því að dvelja þar lengur en í 60 mínútur. Það horfir því margt til bóta hér á heimilinu og það er gott á þessum síðustu og verstu tímum.