4 seríur komnar upp

…9 eftir. Innandyra. Svo á eftir að setja á stakketið. En enn svolítið meira drasl verður að segjast. Jamm…

Enda fylgir því svolítið að mála – þó bara séu tveir veggir undir. Nú svo þarf að gera þetta og hitt og taka þessa jólakassana út og bera þetta til og svo hitt og damm damm – allt í einu allt á hvolfi og ekki hægt að fá botn í neitt! Svona getur þetta verið… Ótrúlegt en satt.

Mála – baka aðventukrans, kaupa eitt stykki notað hjónarúm á mbl.is, ná í það og henda öllu út úr hjónaherberginu – sem vel að merkja er algjörlega á hvolfi fyrir. Sparsla eða spassla gat á veggnum þar sem sturtan er, skítaredding en verður ekki verra en láta vatnið leka inn um allt… Kannski verður þetta jafnvel betra og svo sá ég að ekki veitti af að setja bara sílikon með öllu á gólfinu – bið aðalstein um það en ég vonast til þess að hann skili sér heim í kvöld blessaður drengurinn.

Ég nenni ekkert að skrifa matardagbók – er ekki með hreina daga en ekki svo gasalega óhreina heldur en ég veit að til þess að léttast þurfa þeir að vera hreinir – en ég veit líka að á mína litlu sál hefur allnokkuð verið lagt undanfarið og þá er betra að reyna að fást við það og hafa hægt um sig á meðan. Streðið sem ég hef verið í síðustu 2 árin er nokkuð sem ég get ekki lagt á mig núna í nóv 2008 en nú er desember að byrja á morgun og næstu vandræði byrja ekki fyrr en í febrúar – endaðan janúar og þá er ég vonandi í góðum höndum á Reykjalundi.

En nú ætla ég að taka svolítið til í miðrýminu þar sem það hefur nú verið gert í bili það sem þar verður gert. Vegglistar og gólflistar bíða enn síns tíma en engu að síður er þetta 100 sinnum betra en þetta var. Og ekki verður nú leiðinlegt að sofa í sama rúmi og maðurinn en gamla rúmið okkar var oðið svo léleg að ég beið heilsutjón af því að dvelja þar lengur en í 60 mínútur. Það horfir því margt til bóta hér á heimilinu og það er gott á þessum síðustu og verstu tímum.

Joy to the future

eða eitthvað svoleiðis hljómar úr geislaspilaranum. Merry Christmas everyone…  Inga pinga er búin að snúa húsinu sínu á hvolf.  Það er nú ekkert öðruvísi.  Alltaf svoleiðis þegar ég er að byrja að taka til – það þarf alveg að umbylta öllu – enda alltaf allt í drasli hér á þessum bæ- endalaust af bókadóti, föndurdrasli og guð má vita hverju…

En nú sem sagt er ég að vinna í mínu og Ragnheiðarherbergi.  Rútta þar til – flokka og setja á einhvern þann stað þar sem það mögulega getur verið kyrrt á fram yfir jól.  Heila málið er nú samt einfaldlega að ég er ekki með nægilegt pláss undir scrap dót, bútasaum, námsbækur, vinnudót og hvað þetta er allt saman sem ég þarf að hafa í kringum mig.  Meiri ruslurófan – tæturófa.  

Mér finnst ég nú vera að hressast af kvefinu – tók nefdropa í morgun og vúhú – það losað nú aldeilis um…skemmtileg.  En mín er óttalega máttlaus og léleg til verka.

Ég keypti lime-lit til að setja á borðstofuvefinn – hann var svo óttalega ótótlegur en kannski er þetta ekki alveg nógu vel valinn litur því það þarf svoldið mikið hvítt með honum og ég er nú svona meira í öðrum litum… en við sjáum til  – þetta verður Aldrei verra en það var – það er á hreinu.

En áfram gakk – þrifum svoldið meira.

Með kvef

Því nóvember er nú ekki alveg nógu skemmtilegur einn og sér hefur kvef slegist í hópinn. Meiri mánðurinn þessi nóvember. Ég nennti ekki einu sinni í sjúkraþjálfun – og ég átti samt að afhenda matardagbók og vigta mig – en nei ég nennti því ekki. Ég var áreiðanlega of slöpp – og ekki búin að vera sérlega dugleg í skrifunum heldur huhumm… en ég hef nú ekkert verið alveg út á túni í mataræðinu. Svo hef ég þar að auki tekið þann pól í hæðina að í nóvember er bara best að biða og vera ekki að rembast þetta. Ég hef hálf drepið mig á þessum nóvembermánuðum síðustu tvö árin. Úff púff… en nú er hann að verða búinn.

Vonandi verð ég hress á morgun og get farið að þrífa og skreyta.

Þegar ég les þetta eftir ár eða mörg ár

Mér finnst að það eigi að boða til kosninga.
Mér finnst að það ætti að skipta um stjórnendur í Seðlabanka og FME. Strax.
Mér finnst að Björgin og Árni eigi að segja af sér. Þó mér finnist Björgvin æði – hans tími kemur eftir kosningar.

Þó svo það verði umrót á stjórnarheimilinu – rétt eins og í hjónabandi þar sem annar aðilinn segir að nú sé í óefni komið og skilnaður verði í maí – það verður víst aldrei alveg sami trúnaðurinn. En ef stjórnin vinnur samstillt að úrræðum þá verður hægt að leggja það fram við kosningar.

ÉG bara verð að segja ykkur

Ég átti óbærilga erfitt gærkvöld og slæma nótt. Ægilegan morgun – nema gangan bjargaði mér alveg. Og mig langaði bara að gráta utan í öxl vinnufélaga minna. En þeir nenntu því ekki ;-). Stína sagði mér að brosa – því við eigum svoldið bágt saman… en ég sagðist ekki geta brosað og ég vildi það ekki – ég þyrfti að velta mér upp úr hörmungunum svolítið lengur.

Í gær lánaði hún mér bókina Ég er innra með þér eftir Eileen Caddy og fyrir 25. nóv segir:

Engin þörf er fyrir þjáningu… Þær mannverur sem færast inn í hið nýja þjást ekki lengur. Ef þér finnst ennþá að þjáning sé nauðsynleg ertu ekki komin inn í hið nýja heldur algjörlega fastur í því gamla. Þar muntu dveljast og draga að þér þjáningar þar til þú heldur áfram af frjálsum vilja og viðurkennir að ekki sé lengur þörf á að þjást. Einbeittu þér að dásemdum og gleði þessa lífs og taktu við hinu besta, sem er sannur arfur þinn. Það merkir ekki að þú stingir höfðinu í sandinn, sért hræddur við lífið og horfist ekki í augu við það. Það merkir ekki að þú stingir höfðinu í sandinn, sért hræddur við lífið og horfist ekki í auga við það.

Er að hressast

Jæja þá er mín nú heldur að hressast.  Nú er ég bara venjulega þreytt – ekki óhuggulega óviðráðanlega viðbjóðslega óbærilega þreytt.  Ég er búin að gera nokkur ljótustu jólakort ever – það er nú meira.  En kannski líta þau betur út eftir nokkra daga ég hef ákveðna reynslu að það á til að gerast.

Nú – annars er ég enn hjá Dísu, og í morgun fór ég í frábæran göngutúr í áreiðanlega í 90 mínútur og svo fór ég í laugina og pottinn og gerð svolítið af æfingum.  Ánægð með það.  Mér finnst eins og ég hugsi eins og ég sé með heila en ekki gel í kolli mínum!
Og svo á bara eftir að keyra heim.  Jamm – gaman að því!  
Brjáluð blíða…. 

Enn að drepast…

Meira hvað maður getur verið ómögulegur! Er meira að segja heima með dúndrandi hausverk og þvílíkt máttleysi að ég þarf verulega að hugsa mig um hvort ég eigi að nenna að tengja tölvuna. Hvort ég eigi að nenna að fara á klósettið – er ekki óþarfi að búa um? Og diskarnir tveir sem eiga heima í uppþvottavélinni eru algjörlega alltof þungir til að lenda þar.

Næsta lending verður að taka panodil og sjá hvort það skilar mér einhverju.

En þetta ár er svo sem ekki búið að vera skemmtilegt. Erfiðleikar heima fyrir, mikil vinna í haust, jarðskjálfti sem setti mig alveg útaf laginu, kreppa og dauðsfall. Líklega er þetta allt saman of stór skammtur sem meira að segja handboltaliðið náði ekki að vinna bug á…

Ég ætti bara að vera glöð að hausinn hangir enn á mér…

Og nú er ég farin að fá mér panodil. ÉG er búin að borða 2 brauðsneiðar í dag og þar með er brauðskammturinn búinn og rúmlega það. Meira eitrið þetta brauð! Passið ykkur á því

Fjórðungur

Ég er að drepastu úr einhverju. Þreytu líklega. Er búin að vera að því lengi… Lítið lát á.

Þegar maður er að drepast úr þreytu er maður ekki að hitta á það í mataræðinu. Ég borða fjórðung of mikið! Og hreyfi mig þar að auki ekki nóg… En það er nú líka þreytunni að kenna.

En góðu fréttirnar eru þær að sá fjórðungur er uppfylling á orkuþörf minni dag hvern þannig að ég fer ekki fram úr henni. Og vitið þið hvar ofétnu stigin liggja?

Jamm í 2 – 4 brauðsneiðum á dag. 1 – 2 tsk smjöri og 2 haust kexsneiðurm auk 6 – 8 ostsneiða! Þetta þýðir að Þetta sem hér er talið er nú bara hvorki meira né minni 12 – 20 stig og það er ekkert smá þegar maður má ekki borða nema 32 stig.

Nú á ég t.d. bara 7 stig eftir í kvöldmatinn því ég hef etið svo mikið brauð!

Á morgun borða ég ekkert brauð og sáralítinn ost – ekki meira en 2 sneiðar og ákvexti í staðinn. Jamm það er það sem ég geri!

Annað er bara fínt – ekki borðað á milli mála og enn ekkert nammi – enda borðar mín bara ekki nammi.

En nú verður ekki hjá því komist að taka hér til enda fór ég að sofa klukkan 20 í gær og búin að leggja mig í 2 og næstum 3 tíma í dag. Ég hlýt að ná mér niður úr þessari ofsa þreytu – annað gengur náttúrulega ekki. En ég held ég hafi aldrei á ævinni verið svona þreytt. Hvert skref – hver hugsun, hver gjörð er mér algjörlega ofviða!

Kveðja ykkar Inga þreytta

Góður mánudagur

Nú er um að gera að horfa björtum augum til dagsins framundan. Hann er hér, við erum hér og því er um að gera að gera sem allra mest og best úr öllu saman! Til hvers að eyða tímanum? Nýtum hann frekar. Hann er ekki endurnýtanleg auðlind. Hér og nú er það sem skiptir máli.

Ég var hjá Dísu um helgina og við gerðum jólakort. Og það bara heilmikið af þeim, meira að segja hún Dísa skvísa. Þurfum nú að hittast aftur svo við náum að klára. Svolítið mörg jólakort sem þarf að gera. Nú og svo er bara um að gera að koma þeim á fólk en ekki nota rándýr frímerki!

Ég er að gera svolítð margt – nýti sem sagt tímann voða vel – en það fer mér ekki sérlega vel að gera margt í einu: Hlusta á Rod Stewart í I-podinum hennar Ragnheiðar. Skanna inn kennsluefni. Blogga og fylgjast með fréttum – já og svo skrifa ég einn og einn tölvupóst!

Og helst myndi ég vilja sleppa því alveg að kenna í dag – ég þyrfti svona einn dag bæði í skólanum og heima þar sem færi fram allsherjar tiltekt á afmörkuðu svæði….

en dagarnir eru bara svo fullir af verkefnum…. Sem er í sjálfu sér gott.

Ég hef ekki staðið mig sérlega vel í matnum – of mikið brauð og smjör og blessaður osturinn loðir vel við þetta tvennt.

Ég hef ekki hreyft mig sérlega mikið – bara morgungangan en þetta hafa nú ekki verið alveg venjuulegar vikur svo nú ætla ég að stefna á hreyfingu eftir plani. Það á allt eftir að fara ágætlega. Gott ef maður getur ekki hjólað eins og veðrið lætur í augnablikinu.

Mánudagur – vinna fram eftir nema í dag – ég ætla að vera komin heim klukkan 4
Þriðjudagur – sund klukkan 14:00 og hjólað í Íþróttamiðstöðinni Borg – heitur pottur.
Miðvikudagar – komin snemma heim. Sjúkraþjálfun þessa vikuna klukkan 16 – á að skila punktakerfinu frá Reykjalundi til Baldurs í mataræðinu – á eftir að segja ykkur frá því en ég er EKKI að standa mig í bókhaldinu. Ég hjóla kannski smá áður en ég fer til Balla.
Fimmtudagur – upphitun á hjóli og blak
Föstudagur – hjól/ógeðstæki og sund.

Alla daga ganga með mogga – laugardaga fer ég tvisvar sinnum. Þyrfti svo að fara einu sinni í pottana um helgi – það er ekkert eins gott fyrir mína þreyttu fætur.

Einkunni?

Hvað er nú það? Ætti maður að vera með einkunni? ja hérna hér – ekki hef ég hugmund um hvað það er….

Ég hef greinilega verið mjög þreytt…

Ég er reyndar svo þreytt að ég er að kafna…

En þetta horfir nú allt til bóta.

Og ég ét ekki alveg það sem mér detttur í hug… og meira að segja dettur mér ekki endilega nein sérstök vitleysa í hug… Er bara nokkuð góð í því enda eins gott því ekki er hreyfingunni fyrir að fara… nema morgungöngunni. En ég kem þessu bara ekki við. En ég fer í blak á eftir. Það verður bara hressandi og svo í pottinn.

Og svo er ég að fara til Dísu um helgina að gera jólakort – það verður nú svei mér margt sem þarf að taka með í það allt saman….

Jóladiska… þó ég viti að Aldís þolir ekki að hlusta á jólalög svona snemma þá er nú samt ekki hægt að gera jólakort án þess að hlusta á jólalög…

Life goes on