ja hérna

allt að fara á hausinn.

Vonandi verður maður bara að halda haus.

Hér gengur allt ágætlega í mataræðinu – Villa vigt stendur sig vel og vigtarinn líka. Aðeins millimál um miðjan daginn – og heldur hef ég etið of mikið af reyktum silung en grænmetið er inni og sjúddirari rei.

Palli er að elda reykt kjöt í kvöld – verð að vera orðin laus við saltið og reykinn á föstudaginn. Þá er nefnilega vigt – ætla ekki að kíkja á vigtina. Og ég ætla meira að segja að vera slétt saman – því nú veit ég að ég er að gera rétt. Og þá hlýtur þetta að ganga.

Haddý – Erla – Elfa – Gunna – Anna María – er ekki bara hittingur í kvenfélagsbústaðnum í lok október? Ég er til í það.