Jæja þá nálgast nóvember

…og ég að sigla inn í mitt árlega volæði. En nú er ég ýmsum tækjum búin. Sálfræðing, viðtöl á Reykjalundi, sjúkraþjálfara, blaðburði, verkjatöflum, góðum vinnustað…

Það sem er aftur á móti með verra móti: Samkomulag við makann (sérlega bágborið um þessar mundir), of langur vinnudagur, peningaáhyggjur humongous – er að leita á náðir ráðgjastofu – þetta lagast greinilega ekki af sjálfu sér og ekki er ástandið á dráttarvöxtum og öðrum vöxtum til þess að bæta út…, verð á vetrardekkjum undir Subaruinn já og eitthvað svona smálegt annað… En þetta er sem sagt heldur verra en t.d. í fyrra. Annað er líka betra þó fótaverkir séu ömurlega miklir núna þá er ég ágætlega göngufær – bara vont að standa upp og byrja ;-). Ég veit hvernig ég get lagað það – hreyft mig meira og teygt betur og nýtt mér heitu pottana hér á Borg betur (en þá kemur þetta aðeins að vinnudeginum langa….) Ég hef ekki lést neitt í ár…. og það er alveg sama hvað ég rembist ég bara virðist ekki geta lést. Merkilegur fjandi. En nú er að blása til sóknar á ný… Ég hef jú ekki borðað nammi í 2 mánuði og eina viku – það skilar mér að vísu engu í léttingi – gæti því alveg bara borðað mitt nammi og notið þess því þó það sé farið út og ekkert annað inn í staðinn þá stendur allt pikkfast fyrir því.

Ég gæti sem sagt alveg geðbilast út af þessu… argh pargh

Ég veit að mig langar alltaf að hætta að kenna í nóvember. Svo ekki taka mark á mér þegar ég segist ekki nenna þessum akstri hingað og ég verð að kenna á Selfossi næsta vetur. uss fuss bara blaður og fjas út í loftið að tala svoleiðis. Ekki hægt að ræða við mig um slíkt fyrr en í apríl.

Ég er að gera handavinnu og það finnst mér skemmtilegt og ég á algjörlega yndislega vinnufélaga – rétt eins og ég átti í Sunnulæk. Meira hvað maður er heppinn með svoleiðis.

Það eru því nokkrir ljósir punktar í þessu öllu saman. Það er bara að taka eftir þeim og horfa á þá en ekki þessa slæmi. En

2 athugasemdir á “Jæja þá nálgast nóvember

  1. hæ SÆTAÞað eru svo margir góðir hlutir í lífinu, hugsaðu bara um þá og brosa 🙂Langaði bara að segja þér hvað mér finnst þú frábær 🙂KV Sigurlín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd