Það er nú það

Hér um daginn hlustaði ég á Davíð Oddsson í Kastljósi. Ég sannfærðist endanlega um það að maðurinn væri ekki í lagi og ætti greinilega ekkert með það að stjórna þessu landi lengur – og hvað þá úr sæti seðlabankastjóra. Ég bókstaflega stóð (og já ég raunverulega stóð) á öndinni þegar ég horfði á manninn.

Þegar ég kom í vinnuna daginn eftir höfðu allir sínar skoðanir á málunum en margir sögðu sögur af því hvernig þeim eða þeirra nánustu leið betur eftir að hafa horft á þáttinn – Davíð hafð í raun sannfært okkur um að allt yrði í lagi. Mér leið eins og ég hefði verið stödd á annarri plánetu og ég ætti ekki að stíga fæti yfir á þessa plánetu þjóðargjaldþrots því mér tekst ekki að gera mig skiljanlega og ég skil svo sannarlega ekki ástandið. Ég held reyndar að það sé óskiljanlegt. Og gjörsamlega óþolandi að auki.

Þjóðarskúta, strand, skipbrot, strandstaður, brotsjór og enn heldur það áfram – boðarnir ganga yfir okkur.

Færðu inn athugasemd