Það á ekki af okkur að ganga. Ég er nú samt farin að skilja háar tölur miljarðanna betur – þeas ég hef gert mér það ljóst að ég skil þetta alls ekki og kostnaður Landsspítala hlýtur að vera hjóm eitt héðan í frá…
Og ég þarf að fá mér vetrardekk – þau kosta á bilinu 120 þús til grilljón. Skemmtilegt! Og gleraugun bíða enn í búðinni. Skemmtilegt…
Og það er bara myljandi leiðinda færð alla daga upp á Borg. ÉG er ekki viss um að ég nenni þessum akstri, – finnst hann leiðinlegur.
En hvað um það – smá lán fengið okkur til handa – svona ef Bretar stoppa það ekki.
Og það er komin helgi – það ER skemmtilegt.