Mánudagur til hálf-fjögur

Ég er alltaf svolítið þreytt þegar ég hugsa til þess að ég sé að kenna til hálf fjögur í dag – það þýðir að ég verð að vinna til sjö hið minnsta til þess að koma vikunni vel af stað því föstudagur fer í þessa blessuðu hreyfingu mína – en ég má ekki vinna svona lengi því þá á ég mér ekkert líf þar fyrir utan. Og lífið er víst fyrir utan vinnuna að hluta til að minnsta kosti….

Það verður að breyta þessum skólatíma hér og hafa skóladaginn ekki lengur en til þrjú og helst bara til tvö sem oftast – og getum við ekki bara byrjað átta – eða 10 mínútur þar yfir – munar það nokkru? Held ekki…. segir morgunhaninn Ingveldur

Sá hinn sami morgunhani hefur nú ákveðið að labba bara sinn 20 mínútna sprett með moggann og hreyfa sig svo þess meira eftir vinnu á mánudögum þriðjudögum fimmtudögum og föstudögum. Gaman væri ef ég færi og synti á laugardögum en ég þori ekki að lofa neinu þar um. Ég var svona 45 mín að labba með 24 og moggann en nú eru stundirnar ekki til og ekki endilega víst að við fáum fréttablaðið um mánaðarmótin – það á alveg eftir að ganga frá því öllu saman. Það er klemma með að koma því til skila því Árborg vildi ekki kassana sem átti að setja það í. En þetta kemur nú í ljós – ég ætla ekki að fríka út yfir þessu. Ef við fáum lengri burð á morgnana þá tek ég eftirmiðdagshreyfinguna út aftur. Ekki flókið eða hættulegt.

—–

Að stjórnmálum

Í gær sáust ráðherrar á hlaupum undan blaðamönnum – hraðast hljóp sá sem minnst hefur sagt og hve mesta skaða hefur ollið – Árni dýralæknir, aðrir bentu á Forsætisráðherra – hann myndi tala við þá…

Gott og vel – ég skil vel að best sé að menn þegi sem mest – ef þeir geta ekki talað í takt og bara bullað… en asnalegt er að sjá fólk hlaupa undan, skáskjóta sér og slíkt – menn eiga náttúruelga bara að koma saman út úr húsi og standa saman og presentera sig sem heild – ekki einhverja óreiðugemsa sem hlaupa undan rekstrarmönnum að hausti!

Stöndum saman – líka ríkisstjórnin – auðvitað erum við öll nánast óttaslegin þegar fundir eru boðaðir með stuttum fyrirvara eða ríkisstjórnin safnast saman á sunnudegi! Þeir ættu því þessir háu herrar að láta svo lítið að standa saman og segja okkur það sameiginlega að þeir hafi ekkert að segja!

Ég held satt að segja að þeir ráði ekki neitt við neitt og að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla taumana í hendi sér en vanti þó allt taumhald…

Og saman siglum við að feigðarósi, svoldið hrædd, kvíðin og ringluð. Hvað varð eiginlega um okkur? Við erum ekki einu sinni litla krúttþjóðin í Norður Atlantshafinu. Við erum bara kjánar og svindlarar, fjárglæframenn og vitleysingar.

Og Björgólfur bara á bar í London. Sigh…

Færðu inn athugasemd