Áfram Jón Baldvin

mikið var frískandi að heyra í Jóni Baldvini í Silfrinu í dag. Ég bara sver það að ég sakna manna sem segja eitthvað af viti – þó maður sér ekki endilega sammála því öllu – þá er amk frískandi að heyra einarðar skoðanir á málunum.

Það var t.d. algjörlega dásamleg lýsing hans á hlutverki seðlabankastjóra vors í þessu öllu saman og hvernig hann þvælist fyrir á strandstað í stað þess að koma sér í burtu – svo ekki sé nú minnst á að hjálpa til – en ætli sá góði maður hafi ekki gert nóg á síðustu 20 árum.

Nú verðum við að hætta að hjakka í einhverju sem við ráðum ekki við og náí bjargirnar sem eru í boði og eru líklega ekki bjargir heldur bara ein – Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn.

Nú voru ráðherrar að funda í stjórnarráðinu – skyndilega að því er mbl.is segir og maður hreinlega svitnar og skelfur. Það er ekki von á góðu!

Ljóta ástandið. Evru og evrópubandaleg strax – það er nóg komið af þessu klíkuhjakki hér enda hagsmunabandalag framsóknar og sjálfstæðisflokks orðið gott.

Færðu inn athugasemd