Ég er að hugsa jákvætt

það er mjög margt sem mér finnst alveg ómögulegt. Ég ber t.d. ekki traust til stjórnenda landsins og bankamála. En ég ætla að gleðjast yfir því að Aðalsteinn og Páll hafi vinnu. Tala nú ekki um ef þeir fá útborgað.

Ég hef líka vinnu. Ég vona svo sannarlega að sveitarfélögin fari ekki yfir um.

Svo er bara að vona að greiðslukjörin batni eitthvað og maður ráði við þetta en ef ekki þá bara er það í lagi.

En þetta er ekki bjart.

Það brotnaði tönn í gær.
Ég komst ekki í blak því ég er svo hölt.

En þetta er nú allt smámunir!

Færðu inn athugasemd