Beinhimnubólga

Ég hef verið með beinhimnubólgu í mörg ár. Ég var að lesa á netinu að ein ástæðan gæti verið of stórir vöðvar – þeir þrengi að – boy það gæti skoho passað við hana Ingveldi sem er með stærstu kálfa í heimi. Enda veitir ekki af til að halda henni uppi.

Þessi fjandi er býsna hvimleiður – seigfljótandi pirringur, verkir í álagi – óþægindi þegar best lætur. Ráðið er hvíld. Hvíld er ekki í boði þannig að ég bara verð að halda áfram.

Kannski er hún verri núna en oft áður vegna göngunnar en ég held ekki. Ég passa að vera með legghlífar úr flísi og best er að sofa með slíkar líka – það munar rosalega um það að vera ekki kalt – kalt er algjör óþverri. En nú þegar hællinn og sinin þar undir hagar sér sæmilega, hælsporinn sefur, og hnéð er meira að segja í lagi svo lengi sem ég slengi því ekki til hliðar. Ristarnar láta vita af sér en Ecco hjálpar til að láta þetta ganga. Ég get ekki notað asics skóna – þeir eru of mjúkir fyrir ristarnar um þessar mundir. Svona er þetta – allta á hreyfingu og síbreytilegt. En ég er að mestu bara fín – en víst er um að allt þetta styður að ég verði að léttast – jafnt og þétt.

Á föstudaginn fór ég í fyrsta sinn í nálar vegna beinhimnubólgu. Mér finnst alltaf jafn merkilegt að fara í nálar. Ég finn svo vel straumana og alls konar titring, flökt og verki sem fylgja þeim – þær leggjast á aumu staðina – á föstudaginn var ég t.d. að drepast í ristunum líka ásamt því að finna fyrir í sköflungunum ;-). Ég ætla að fá að fara aftur. Ég hef tröllatrú á nálunum – þær björguðu mér frá hælsporanum og hjálpuðu mér ótrúlega mikið með hálsinn – en ég þoldi bara eina ferð vegna hælsins hægra megin – sinin var of aum fyrir mig ;-). Hreinlega of sárt að fá nálar þar.

En þetta var svo sem bara yfirilit yfir stöðuna á löppunum – svona til að ég haldi því til haga.

… og ég stóðst 1007 freistingar í dag – mig langaði í allt mögulegt en lét appelsínu og peru í duga. Og þó ekki væri hægt að hjóla þá fór ég gangandi með blöðin og náði mér þar í fína brennslu. – og slapp við að detta

Færðu inn athugasemd