Kimi vann ekki

…hann vinnur bara næst!

Ég er ekkert klikkuð þó ég sé búin að eyða 2 klukkutímum eða guð má vita hvað á Facebook – hva ég bakaði á meðan – eða amk brauðvélin híhí.

Svo er ég búin að kveikja á kerti og koma mér í smá vinnugír – þá verður morgundagurinn svo miklu auðveldari það er alveg klárt.

Já og ég veit bara ekkert hvað Aðalsteinn minn er – hann er kannski bara á Húsavík á kvennafari :D. Híhí Held það geti meira en verið.

Jæja – hvíldardagur í dag -gengur bara vel með það. ætti að hjóla í 20 mín á eftir og fá smá blóðrennsli í fæturnar – en fyrst af öllu ætti ég að gera stöðvaspjöld fyrir morgundaginn.

Hugsanir

Ég hugsa stundum svolítið. Mér finnst reyndar það vera að aukast – og afköstin minnka í samræmi við magn hugsananna. Um gæðin á hvoru um sig veit ég ekki. En dembum nokkrum hugsanablöðrum fram:

Verkfall ljósmæðra – hvað er málið afhverju er ekki bara greidd laun jafnt samkvæmt menntun – varla er hægt að tala um skort á ábyrgð hér?

Trúnaðarmaður – trúnaðarmaður á vinnustað getur spilað stórt hlutverk og ætti að gera það. Ég hef hagað mér í viku sem trúnaðarmaður. Ég held ég fari batnandi – það var gott að fara á trúnaðarmannanámskeiðið. Það var heldur ekkert svo leiðinlegt!

Blaðburðarhverfið mitt er eins og sérsniðið fyrir okkur Palla – mjög þægilegt hverfi og ég vona að ég geti borið út í vetur!

Það er frábært að vera byrjuð í sjúkraþjálfun á nýjan leik.

Mér líður betur í fótunum eftir að hafa synt eða hjólað.

Ég er að hugsa um að hætta í blakinu… en það þætti mér mjög leiðinlegt!

Ég er næstum ákveðin að hætta við að fara í bæinn á þriðjudögum og reyna ,,bara“ að vinna heimavinnuna mína ein og óstudd og kannski með sjúkraþjálfaranum.

Ég hef sótt um á Reykjalundi – ég veit ekki hvenær kemur svar þaðan eða í hvaða formi sú vist verður – ef hún verður. Skyldi ég bara enda í magaaðgerð?

Ég er með 10 atriða lista yfir verkefni sem ég ætti að vera að vinna en blogga bara í staðinn!

Ég elska kertaljós og það loga ekki færri en tvö kerti hér hjá mér núna í rigningarsuddanum.

Ég er konan sem trúi því að Kimi Räikkönen vinni á Monza á morgun.

Ég trúi því ekki að ég geti losnað við 40 kíló.

Ég þarf að æfa mig í því að segja og hugsa:

Ég er konan sem hefur losnað við 70 kíló með hreyfingu og breyttum lífsstíl
Ég er konan sem fer í sund með alla húðpokana sína og er bara stolt af því að þeir eru tómir en ekki fullir af fitu. Minnisvarði um dugnaðinn sem í mér býr.
Ég er konan sem borða ekki sælgæti, held mig frá öðrum sykri, drekk ekki coke light og nota hveiti í hófi.

Ég er þannig kona. Ég er nefnilega ekki bara kennari. Ég er fullt annað gott líka :-).

Jamm þetta þarf að æfa vel og lengi.

En nú er ég farin að vinna – tölvan búin að synca og gera fínt hjá sér. Kveðja úr suddanum

Annir

Það er svo mikið að gera að ég verð að bregðast við því!

Ég hef aldrei vitað annað eins…

Svei mér þá alla mína daga – ég hef varla tíma til að blogga.

Ég þarf að endurskipuleggja aðeins held ég!

En Fætur eru að mestu í lagi – heilinn síðri, mataræði ágætt og hreyfing bara góð. Skulda kannski eins og eina sundferð eða hjólatúr því áfallið á þriðjudaginn varð til þess að ég synti ekki – það er eiginlega löglegt skróp.

Hvernig ætli ólunum mínum gangi?

Nenni ekki

…að fara og synda.

Ég er líka ótrúlega pirruð á því hve tíminn líður hratt. Mig langar til þess að gera eitthvað og ég þyrfti helst 5 daga til þess arna en hef ekki nema 40 mínútur til þess arna. En ég er nú samt búin að raða upp í stofunni minni þannig að ég er mjög ánægð með hana. Og ég þarf að vinna annað hvort allan laugardaginn – milli blaðburða eða allan sunnudaginn. Líkamsrækt, akstur og einhverjir fundur taka of mikinn tíma af mínu lífi – ég hef bara ekki nokkurn tíma til þess að vinna! Kannski ég ætti að sleppa þriðjudagsfundunum?

Now that’s a thought.

En ég ætla nú samt aaaaað synda smá!

já já sónarferð

útaf hné!  Ræði það ekki frekar.  Þarf að vera í betra andlegu jafnvægi til þess.  En niðurstaðan er engu að síður sú að ég þarf að léttast og þarf ég hvorki sónar né lækni til að segja mér það!

Spurningin er bara hvað ætla ÉG að  gera í því?

Spennandi ekki satt.

Éta kannski svoldið meiri harðfisk með smjöri?  Já eða hinn helminginn af baquettinu – já það á klárlega eftir að fullkanna þá leið!

Vona að hún Sigurlín mín eigi barnið á milli verkfallsdaga hjá ljósum – já og hún Ásta Björk mín líka.  

Oh my god

Úff mistök með vigtina

Jæja föstudagurinn var nú ekki alveg minn dagur. Ég var æst, illa upplögð, þreytt og áhyggjufull út af öllu mögulegu! Fór samt að synda pínu lítið – því það er jú á æfingaáætluninni – geystist svo á Selfoss, sótt vigt sem næði að bera mig, fór í sjúkraþjálfun, afhenti matardagbók og steig á vigtina án þess að kíkja!

Þegar ég ætlaði að taka hana saman – þá bara stóð helv… talan enn á vigtinni og hún var skoho ekki falleg! Í fyrstu bara trúði ég henni ekki og ákvað að beita töfrum og þykjast ekkert hafa séð! Gleyma þessu – þetta væri bara bull tala hvort sem er en það gekk ekki vel og þegar heim var komið helltist skömmin yfir – reiðin yfir að mistakast allt og vera ekki að standa mig í neinu – því eins og ég hef sagt þá einhvern veginn hef ég skipað vigtina dómara yfir lífi mínu. Ef hún er góð þá er ég góð á flestum sviðum.

Þar sem ég sat þarna í algjöru rusli og ömurleikinn helltist yfir mig í stórum gusum reyndi ég að rifja allt það upp sem mögulega gæti hjálpað mér. Hvað kennir OA, hvar kemur æðri máttur inn – er hægt að sleppa tökunum og treysta? Treysta því að með því að vera æðrulaus og aumjúk þá geti maður sleppt tökunum og treyst að hlutirnir á amk sæmilegasta veg?

Það væri jafnvel hægt að biðja – biðja um að óttinn vonbrigðin og svekkelsið sé tekið frá manni og æðruleysið verði ráðandi. Jamm ég reyndi allt þetta. Og á endanum eftir nokkrar klukkustundir var ég orðin sæmilega róleg – sátt við matardagbókina, hreyfinguna og tilbúin að vinna áfram í trausti þess að ég sé að gera það sem ég get. Stundum gengur vel og stundum gengur verr – og þannig verður það alltaf.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hversu gáfulegt það sé að fara í þennan sónar á hnénu – láta lækni segja mér að ég sé of feit og ekki við öðru að búast en ég finni til! Ekkert hægt að gera og bla bla bla… En sjúkraþjálfarinn segir að ég eigi að fá greininguna, svo spili ég bara með í leikritinu – Inga þú ert of þung! og jafnvel sýnast undrandi við fréttirnar ;-). Híhí það hljómar svoldið vel.

Ég og Palli fórum á hjólinu að bera út seinni partinn í gær og þannig verður þetta ágætis hreyfing – í vondu veðri er alveg hægt að fara á bílnum bæði á laugardagseftirmiðdögum og á mánudagsmorgum – annars er hjólið fínt. Hitaeiningarnar hrúgast inn hjá Polla en hann hefur ekki átt stað í hjarta mínu undanfarið – jafnvel verið að hugsa um að nota hann en ég ætla nú að halda sambandinu áfram við hann -).

Ég er hrædd um að ég verði að fara að vinna í dag – ég fer á trúnaðamannanámseið í fyrramálið og í myndatökuna á þriðjudag. Jamm nóg að gera 😉

Blaðburður og blíða

Það var ótrúlega skemmtilegt á blakæfingu í gær og ég hreyfði mig ;-). Það segja nefnilega sumir að konurnar á blakæfingunni séu lítt hreyfanlegar! Við verðum bara alveg bit ef boltinn lendir ekki beint á okkur híhíhí. En í gær vorum við bara fjórar – og tókum 2×2 á litla vellinum þar sem boltinn var gripinn, blakað til hins og hann aftur til baka og svo yfir. Gaman að því – hnéð ekki alveg ónýtt en slæmt.

Blaðburðurinn gengur vel – frábært veður í dag. Ég vona að ég hafi ekki gert neinar gloríur ;-).

Þetta er eiginlega alveg komið hjá manni – verst að þurfa að elta þessa kerru út um allt ;-). Ekki gott að bera blöðin – bæta á sig kg þegar maður er að reyna að losa líkamann við þyngdina.

Og svo er bara komin helgi – það er ekki slæmt

Blaðburður og blak

….og rosalegar áhyggjur af því að fara á vigtina. Vigtun er einhvern veginn birtingarform alls þess sem ég vildi að ég væri en er ekki. Og hún stimplar mig alltaf sem glataða. Ég geri það sem sagt.

Þið ættuð að vita pælingarnar, áhyggjurnar, hjartsláttarköstin og kvíðaköst sem ég hef fengið yfir þessu að ætla að athuga þyngd mína á ný. Fuss og svei…

Þráhyggja sem sagt!

En á morgun fer ég á vigt og einhver annar sér töluna og skráir hana og ég vil ekki af henni vita fyrrr en síðar.

Hreyfing, blaðburður og fæðuinntaka gengur allt eftir bókinn og bara vel það svei mér þá. Einbeitt og þá gengur þetta.

Over and out

…að verða batteríislaus ;-)

…en það er nú bara tölvan og hleðslutækið í skólanum – meiri kjáninn!

En ég hef nú borið út Moggan og 24 í þrjá daga – í gær var ég 70 mín og í dag var ég 60 mínútur og á morgun verð ég eitthvað svipað ég held ég komist ekki hraðar yfir en ég fór í dag ;-).

Þetta er alveg frábært og við hugsum ekki um hálku eða slíkt fyrr en það kemur!

Ég er mjög ánægð með þetta og Bjartur kemst með! Er bara hinn stilltasti.

Ég á nú 4 daga í fráhaldi frá sælgæti og viðbiti. 3 máltíðir og þrír millibitar. Millibitinn í gærkveldi var þó full seint og fullmikill en það verður að hafa það.

Hreyfingaáætlunin hefur staðist – ég fór og synti á þriðjudaginn en veit ekki hvort ég fer í Styrk alveg á næstunni – ætlaði að kaupa 10 skipta kort og fara einu sinni í mánuði en við sjáum til með það. Það verður þegar það verður.

Vinnan strembin og mér gengur strax illa í að halda í við verkefnin því ég er að reyna yfirgefa vinnualkann hana Ingveldi