Ingveldur og Villa vigt

Jæja dagur 3 að kveldi kominn.

Þetta gengur svona líka vel nema hvað ég var svo ótrúlega svöng í morgun að ég fékk mér allbran kex eða hvað það heitir – og 2 ostsneiðar. Hefði viljað láta ávöxt duga. En þá er ég búin að borða þá nokkra í dag. Held reyndar að þeir séu orðnir 4… amk ef maður telur banana sem einn.

Mér gengur ekki vel með matrdagbókina – það er svo ótrúlega mikið að gera og hún er einhvern veginn aldrei þar sem ég er. En ég reyni nú að halda þessu vakandi – og það er auðvelt að skrifa það sem ég hef borðað síðan á mánudag – það er svo lítið ;-).

Það er klikkað að gera hjá manni, kennaraþing (matur), stærðfræðinámstefna (matur) og allt þetta sem ég þarf að gera þýðir að það er afskaplega lítill tími til þess að stunda líkamsrækt. Ég held t.d. að það sé ekki blak hjá mér á morgun og ekki syndi ég á föstudaginn. Svo inn á milli funda og þessa alls þá þarf ég að lita á mér augabrúnirnar og hárið! Já og fara í sjúkraþjálfun. Ég hef eiginlega bara engan tíma í þetta. Líklega ætti ég að afpanta tímann í sjúkraþjálfun á föstudag…. varla að ég tími því samt.

Jæja þá er það saltfiskur, rófur og grænmeti. Þetta er bara í lagi ;-).

Færðu inn athugasemd