Þessir líka sannleikstímar

Ég fór með vigtina – matar þeas í skólann í dag og vigtaði matinn. Það sem ég hélt að væri 300 gr af grænmeti voru 200.

Nú þar sem polli telur kaloríurnar sem fara út er það vigtin sem telur grömmin sem fer inn (þarf að finna nafn á hana!). Nú er ég hætt öllu kjaftæði – ég held það sé fullreynt að ég nái að breyta náttúrulögmálum. Ég borða of mikið – ég hreyfi mig nóg og virðist vera búin að finna fínan takt í því nema ég á erfitt með þriðjudagshreyfinguna. Ég fór t.d. heim í dag um 15 og var komin heim um hálf fjögur og þvílíkur munur að vera komin heim þá – en ekki klukkan átta! Ég er eiginlega aldrei komin heim á skikkanlegum tíma – maður verður geðveikur á þessu!

En sem sagt. Nú stendur nakinn sannleikurinn fyrir framan mig. Maður má bara ekkert borða :-).

Ég lagði á mig heilu fjallgarðana þegar ég byrjaði að æfa – og því get ég það og mun gera varðandi mataræðið. Ég hef breytt svo miklu – borða reglulega. Borða hollari mat, borða ekki á kvöldin, ekki nammi, ekkert sætt og svo framvegis og framvegis (ja nema svona á vondu dögunum ;-)).

Það þarf smá einbeitni til að neita sér um mat svona næstum alltaf þegar manni dettur hann í hug. Og ég ætla að gera það – Gengur svona svaka vel í dag.

Og Sigurlín og Hrafnkell fæddist stúlka í gær – hvað ætli sé að frétta af Ástu Björk?

Færðu inn athugasemd