Það sem þarf að muna

Ég er sem sagt búin að fatta eitt og annað. Ég þarf að hætta að slá um mig með hreyfingu. Hún er svo sem ekki neitt neitt, nema mataræðið sé í lagi líka. Þeas tekið af sömu einbeitingu og hreyfingin.

Nokkrir punktar sem þarf að GERA:

  • Minnka matarskammtinn – hafa vigt við hendina hreinlega – líka í skólanum.
  • Borað fyrr á kvöldin
  • Ekki borða nammi – stendur vel um þessar mundir, komnar fjórar vikur.
  • Ekki borða smjör – komnir nokkir dagar
  • Taka brauð út sem allra allra mest.
  • Taka húðina af kjúklingnum
  • Ekki borða djúpsteiktan mat

Svo náttúrulega allt þetta sem ég geri – borða hollt, reglulega og grænmeti – það er nú allt saman inni. Nú þarf ég að fara að léttast á ný – og ég finn að ég geri það sem þarf til þess.

Over and out

Færðu inn athugasemd