Blaðburður og blíða

Það var ótrúlega skemmtilegt á blakæfingu í gær og ég hreyfði mig ;-). Það segja nefnilega sumir að konurnar á blakæfingunni séu lítt hreyfanlegar! Við verðum bara alveg bit ef boltinn lendir ekki beint á okkur híhíhí. En í gær vorum við bara fjórar – og tókum 2×2 á litla vellinum þar sem boltinn var gripinn, blakað til hins og hann aftur til baka og svo yfir. Gaman að því – hnéð ekki alveg ónýtt en slæmt.

Blaðburðurinn gengur vel – frábært veður í dag. Ég vona að ég hafi ekki gert neinar gloríur ;-).

Þetta er eiginlega alveg komið hjá manni – verst að þurfa að elta þessa kerru út um allt ;-). Ekki gott að bera blöðin – bæta á sig kg þegar maður er að reyna að losa líkamann við þyngdina.

Og svo er bara komin helgi – það er ekki slæmt

Færðu inn athugasemd