Inga, Polli og Villa

Líf mitt sem meistari mælinganna er með allra flóknasta móti. Villa er í bakpokanum mínum og ég þarf að muna eftir henni þegar ég fer út í mat í skólanum – og aftur til baka náttúrulega. Nú svo þarf að muna að setja hana aftur í bakpokann – og nota hana heima – og setja hana svo aftur í bakpokann. Nú svo má náttúrulega ekki gleyma bakpokanum á hvorum staðnum sem er – þá er nú allt í volli.

Nú svo er það hann Polli. Það þarf að muna eftir því hvar maður rífur úrið af sér – þoli nefnilega mjög illa allt sem kemur við mig – svo þarf að muna hvar ég reif af mér beltið við hann. Þegar þetta er allt saman fundið – gjarnan ekki byrjað að leita fyrr en á leiðinni út með blöðin – þá þarf að muna eftir því að bleyta nemana, velja rétta æfingu á Polla og ýta á start.

Í MORGUN GLEYMDI ÉG AÐ ÝTA Á START og þar með færast ekki til bókar um 1000 kaloríur! Dj… en maður má ekki láta slíkt skemma fyrir sér – þó óneitanlega sé óbærilegt að missa þær úr bókhaldinu!

Þetta er því meira en lítið flókið. Og er ég þó ekki búin að taka með í reikninginn að ég þarf actually að borða þessi ósköp af grænmeti kvölds og morgna og einbeita mér að því að vera staðföst í mataræðinu!

Í gær komu tvær kökur í skólann og það var snú svei mér girnilegur á þeim svipurinn. Nammi namm hefði ég nú einhvern tímann hugsað.

En ég fékk mér peru og horfði á dýrðina – auk súkkulaðiskálarinnar sem var þarna líka. ,,Já þetta getur orðið spennandi hugsaði ég með mér – hér á ég eftir að sitja í 20 mínútur og hverjar eru líkurnar á því að springa ekki á limminu og ég fái mér ekki eins og eina kökusneið? Litlar satt að segja var svarað um hæl!“ En þá tók rök staðföstu Ingu við:

,,Þú gast hangið á ógeðstækinu miklu lengur en nokkrum manni var mögulegt af þinni stærð og gerð – þér leiddist stundum, vildir hætta, gefast upp – en áfram hélstu þar til þú varst komin í 20 mínúturnar. Nú er bara að gera eins. Það er að halda þetta út því þú ert búin að ákveða hvað þú ætlar að gera!“

Svo mín lét kökuna vera, bæði í morgunkaffinu, hádeginu, seinni partinn og í kaffinu í dag! Og hafði ekki einu sinni neitt sérlega mikið fyrir því. En ég svona vissi af þeim þarna á borðinu.

Í tilefni alls annars en þessa, – langaði mig að gera mér dagamun – það er smá hátíðarstemmning í minni – viss áfangi að baki og gaman að halda upp á hann – var komin of seint heim til að fara í bíó og mig langað að gleðja karlana mína með góðum mat.

En við ákváðum að elda eitthvað skynsamlegt og fá okkur bara franskar með því til hátíðarbrigða. Heyrið þið mig voru þá ekki franskarnar svo vondar að mig langaði ekki einu sinni í þær og ég bara henti þeim! Og þó ég hafi borðað þær nokkrar þá boy oh boy var ég stolt af minni. 300 gr af grænmeti og 170 gr kjöt fór bara niður og hana nú.

Mataræðið gengur sem sagt afbragðs vel og ég virðist vera á góðri leið með að fækka hitaeiningum á dag um 600 – 800 kaloríur -ég meina það.

Smá svigrúm sem sagt sem virðist hafa verið í mataræðinu þrátt fyrir allt ;-).

En það vantar ennþá sundið inn á þriðjudögum. Í dag og í gær var ég að tala við foreldra og ég var ekki komin heim fyrr en um 20 í gær en aðeins fyrr í dag. Ég þarf að skrúfa mig eitthvað niður. Jamm ;-).

En gaman að því hve mataræðið gengur vel – vonandi held ég það bara út að breyta mér til frambúðar.

Það er svo einfalt að vera á beina veginum – það er bara stundum svolítið erfitt að komast upp á hann og halda sér svo á honum suma daga. En ég er á hraðbraut núna. Þetta liggur marflatt fyrir framan mig – og ég meira að segja gat sleppt frönskunum ;-).

Hmmm…. auglýsingaherferð!

…ég er greinilega alveg að missa tökin á gestum mínum. Það bara er ekkert að gerast og fylgið hrynur af mér! Það er að fara fyrir mér eins og Framsóknarflokknum! Ég er kannski álíka gáfuleg…

Broskarlarnir mínir og fattið mitt virðist ekki hafa náð að auka heimsóknir neitt 😉

Eins og mér finnst það merkilegt! Ég meina þetta er kannski breakthrough moment. Ég meina fatt er sko ekkert smá! Það er ekki bara að fatta það er sko að tileinka sér verða og ætla og skilja og allt! Alveg þess virði að koma fjórum sinnum aukalega á síðuna vegna þessa.

Ég hef verið á námsstefnu Flatar – samtaka stærðfræðikennara. Mjög skemmtilegt og ákaflega spennandi. Voðalega gaman að kenna stærðfræði.

…ég sakna Sunnulækjarskóla mjög mikið – skólans sem ég var í og fólksins. Það var ansi margt sniðugt hægt að gera en annað var kannski aðeins of eriftt. Annars þarf ég að fara í heimsókn þangað bráðum. Annað gengur ekki. Þarf að fá eitthvað leyfi til þess.

Nú jæja – kennaraþing á fimmtudegi með fínum mat um kvöldið en Inga stóð sig vel og fékk sér engan desert en borðaði brauð með súpunni. Í partýinu á undan matnum var sko alls konar jummilaði og ég fékk mér hreint ekkert svoleiðis – það er sko ekkert annað! Og í gær var annar hátíðarkvöldverður Hjá Fleti og hún Inga fékk sér sko ekki heldur desertinn þá – ó nei! En ég drakk held ég heilan lítra af Blush…vona að það skemmi ekki alveg fyrir léttingnum.

Og í dag og í gær þá var alls konar súkkulaði í boði og vínarbrauð og konan fékk sko ekkert af því heldur! Þannig að ég hef staðið mig vel í mataræðinu. Hreyfing er hins vegar ekki önnur en blaðburðurinn þessa viku – við sjáum til hvort ég syndi á morgun, en annars verður þetta bara að duga, þetta er ekki búin að vera nein venjulega vika – fjúkket hvað hefur verið mikið að gera.

Og já – ég er komin með augabrúnir og bikasvart hár á ný ;-). Já og ég er alveg við þ að að vera komin með kalkúnaháls. Dísuss ég er sko alveg að verða gömul og skorpin. En það er nú líklega bara sjálfsagt og dásamlegt.

Ég er búin að fatta þetta!

Það er ekkert annað!

en ég er búin að fatta ÞETTA!

Hvorki meira né minna!

Ég hef verið í afneitun!



Ég þarf að horfast í augu við það að ég borða of MIKIÐ! 



Jamm – svoldið mikið fatt.

Er svona frekar búin að halda að það hafi verið einhverjar sérkennilegar ástæður fyrir því að ég bara held áfram að vera sú fitubolla sem ég er!

En nú verður sem sagt tekið á mataræðinu af sama krafti og skipulagi og hreyfingunni. 



 Polli sér um að telja hreyfingarmegin. 

 

Nú verð ég með vigt við hliðina á matardisknum dag hvern og oft á dag!

Inga the master of denial!


Skrifað þann 22. sept. þegar fattið var næstum orðið hinum nýja sannleika lífs míns.

Ingveldur og Villa vigt

Jæja dagur 3 að kveldi kominn.

Þetta gengur svona líka vel nema hvað ég var svo ótrúlega svöng í morgun að ég fékk mér allbran kex eða hvað það heitir – og 2 ostsneiðar. Hefði viljað láta ávöxt duga. En þá er ég búin að borða þá nokkra í dag. Held reyndar að þeir séu orðnir 4… amk ef maður telur banana sem einn.

Mér gengur ekki vel með matrdagbókina – það er svo ótrúlega mikið að gera og hún er einhvern veginn aldrei þar sem ég er. En ég reyni nú að halda þessu vakandi – og það er auðvelt að skrifa það sem ég hef borðað síðan á mánudag – það er svo lítið ;-).

Það er klikkað að gera hjá manni, kennaraþing (matur), stærðfræðinámstefna (matur) og allt þetta sem ég þarf að gera þýðir að það er afskaplega lítill tími til þess að stunda líkamsrækt. Ég held t.d. að það sé ekki blak hjá mér á morgun og ekki syndi ég á föstudaginn. Svo inn á milli funda og þessa alls þá þarf ég að lita á mér augabrúnirnar og hárið! Já og fara í sjúkraþjálfun. Ég hef eiginlega bara engan tíma í þetta. Líklega ætti ég að afpanta tímann í sjúkraþjálfun á föstudag…. varla að ég tími því samt.

Jæja þá er það saltfiskur, rófur og grænmeti. Þetta er bara í lagi ;-).

Þessir líka sannleikstímar

Ég fór með vigtina – matar þeas í skólann í dag og vigtaði matinn. Það sem ég hélt að væri 300 gr af grænmeti voru 200.

Nú þar sem polli telur kaloríurnar sem fara út er það vigtin sem telur grömmin sem fer inn (þarf að finna nafn á hana!). Nú er ég hætt öllu kjaftæði – ég held það sé fullreynt að ég nái að breyta náttúrulögmálum. Ég borða of mikið – ég hreyfi mig nóg og virðist vera búin að finna fínan takt í því nema ég á erfitt með þriðjudagshreyfinguna. Ég fór t.d. heim í dag um 15 og var komin heim um hálf fjögur og þvílíkur munur að vera komin heim þá – en ekki klukkan átta! Ég er eiginlega aldrei komin heim á skikkanlegum tíma – maður verður geðveikur á þessu!

En sem sagt. Nú stendur nakinn sannleikurinn fyrir framan mig. Maður má bara ekkert borða :-).

Ég lagði á mig heilu fjallgarðana þegar ég byrjaði að æfa – og því get ég það og mun gera varðandi mataræðið. Ég hef breytt svo miklu – borða reglulega. Borða hollari mat, borða ekki á kvöldin, ekki nammi, ekkert sætt og svo framvegis og framvegis (ja nema svona á vondu dögunum ;-)).

Það þarf smá einbeitni til að neita sér um mat svona næstum alltaf þegar manni dettur hann í hug. Og ég ætla að gera það – Gengur svona svaka vel í dag.

Og Sigurlín og Hrafnkell fæddist stúlka í gær – hvað ætli sé að frétta af Ástu Björk?

Í burtu með hetjuljómann!!!

Iss þú ert bara að skáka í einhverju skálkaskjóli!

Hreyfingarskálkaskjóli!

Nú þarf að horfa á staðreyndirnar.

Nú skal sem sagt hugsað um mat.

Það þarf sem sagt að leggja sömu áherslu á hann og hreyfinguna því – það skilar 80%.

Jamm nú er tími til að vakna Ingveldur mín.

Your 15 min of fame are over híhíhí

Sem sagt – nú þarf að æfa réttu hugsunina.

Þylja einhvers konar möntrur.

Over and out

Það sem þarf að muna

Ég er sem sagt búin að fatta eitt og annað. Ég þarf að hætta að slá um mig með hreyfingu. Hún er svo sem ekki neitt neitt, nema mataræðið sé í lagi líka. Þeas tekið af sömu einbeitingu og hreyfingin.

Nokkrir punktar sem þarf að GERA:

  • Minnka matarskammtinn – hafa vigt við hendina hreinlega – líka í skólanum.
  • Borað fyrr á kvöldin
  • Ekki borða nammi – stendur vel um þessar mundir, komnar fjórar vikur.
  • Ekki borða smjör – komnir nokkir dagar
  • Taka brauð út sem allra allra mest.
  • Taka húðina af kjúklingnum
  • Ekki borða djúpsteiktan mat

Svo náttúrulega allt þetta sem ég geri – borða hollt, reglulega og grænmeti – það er nú allt saman inni. Nú þarf ég að fara að léttast á ný – og ég finn að ég geri það sem þarf til þess.

Over and out

Stuttur bloggari

Er það ekki það sem mig hefur alltaf langað til þess að vera!

Haldið þið ekki að ég hafi synt – þó ekki væri nema 200 metra eftir blakæfingu upp á 2200 kal – ójá góan mín.

Og ég get gengið. Vonandi eitthvað áfram.

Vondu fréttirnar eru að ég borðaði franskar. Ég þarf sem sagt að ákveða að borða ekki franskar. ÉG er búin að ákveða að borða ekki sykur og smjör. Sykurinn hefur haldið í næstum mánuð og smjörið 2 daga. Híhí!

Gangan nóg

?????

Ég er alveg að verða búin að selja mér að blaðburðurinn sé næg líkamsrækt.

Hvað ætli maður þurfi að vera í sundi 2 – 3 sinnum í viku í viðbót eða fara í ræktina?

Hef grun um að ég sé betri sölumaður en mér sé hollt.