Kom svo heim og hreinsaði hundahár og borðaði þokkalega skynsamlegan mat…
Sit svo hér núna og einbeiti mér að því að telja mér trú um að það sem ég sé að telja mér trú um sé kjaftaæði bull og vitleysa – þe löngunin í að maula eitthvað.
Fráhaldið mitt átti að byrja í gær – nammi – en ég borðið lófafylli af súkkulaðirúsínum í boðinu -og ég fékk mér kökusneið – svo fráhaldið mitt byrjar í dag – á nýjan leik. Það mun ganga á ýmsu – en nú er ekkert um það að ræða að vera eitthvað bullustumpast í þessu.
Leggja æfingaáætlunina á minnið og haga sér eins og það tröll sem ég er. Blaðburður í fyrramálið og matur í löngum bunum tekinn í skólann svo ekki sé verið að borða nammi, kökur, ost og hvur veit hvað þar dægrin löng.
Og svo þarf ég að losna við bjúg – nú þegar ég hef giftingahringinn þá finn ég betur þegar ég er með bjúg – vissi ekki af honum fyrr en – ég er sem sagt pínu eitthvað þrútin.
Og nýju fötin eru svo skemmtileg – buxurnar gera mig næstum eins og manneskju í laginu ;-).
Og ekki er ég að fara að borða – onei –
Saumavélin mín er biluð – muna að fara með hana í viðgerð.

very good blog, congratulations>regard from Reus Catalonia>thank you
Líkar viðLíkar við
eg vil fa nytt blogg 😀>>Lyst vel a thetta med bladburdinn, og thetta med Bjart *host*
Líkar viðLíkar við
Mér líst vel á þig Ragnheiður mín! Allt gengur vel:D
Líkar viðLíkar við