Sjálfseyðingarhvöt
mótþróaþrjóskuröskun…
…nú eða bara fíkn
Stjórnleysi
einhvers konar sérkennileg klikkun amk ;-).
En ég sakna nú svoldið hennar Ingu sem vann og vann og vann og vann og vann og vann og vann og vann og var ógeðslega góð í því. Og það skilaði nú meiri sælunni og það var ekki rúm til að gera neitt annað. Bara vinna og vinna og vinna og vinna og vinna og vinna – og vera góð í sínu fagi.
En þó maður hafi kunnað svona vel við þá Ingu – þeas þó ég hafi kunnað svona æææægilega vel við hana þá var hún víst sjálfri sér svolítið vond…
…og Palli var ekki nærri eins hrifinn af henni og líkamsræktartröllinu sínu… segir það vera blíðara, umburðarlyndari og svona heldur notalegri. Ætla nú ekki að segja ónefndum sjúkraþjálfara það sem hefur haldið því fram allan tímann…. o nei!
Er nú ekki búin að kaupa það sjálf ó nei. Ég er sko í heimsókn hjá vinnualkanum – og kann svona ægilega vel við mig. En það má vá víst ekki standa lengi. Sigh.
Ég fór í sjúkraþjálfun í dag – jamm. Fæ að vera þar svo lengi sem ég er að gera eitthvað af viti…
Á að skrifa matardagbók og æfingaáætlun. Sem ég náttúrulega kann veit og vil. Það er bara eitthvað svo skritið í kolli mínum varðandi mat. Ég held ég hafi ekki aaaalveg fullkomna stjórn á honum í augnablikinu en við skulum sjá hvað gerist á morgun þegar ramminn er kominn og svona ægilega fínn líka. Ég þarf að vísu að fara í 50 ára afmæli og drekka smá vegis – en annars ætti ég bara að vera góð… ÆTTI.
Nú þarf að setja sér markmið – sjá það fyrir sér. Stefna á það því maður vill þetta, ætlar og skal.
Varðandi æfingaplanið þá hreinlega finnst mér það óbærileg tilhugsun að fara inn í verkina, pínuna og heltið á ný. Mér dugar svo sannarlega hnéð og mjaðmaverkirnir, stirðleikinn og það allt saman – sem svo ætti að verða mér hvatning til að léttast. Jamm… Skrítinn þessi haus. En gott að byrja skipulagið á ný.
Ég er nú samt búin að vera dugleg í sumar – í styrk í júní og svo hjólað og gengið, synt og gengið meira í júlí og gengið í ágúst. Ég hef ekkert setið og gert ekki neitt – en skipulögð hreyfing – það er sko aðalorðið sem sagt – skipulögð hreyfing hefur verið lítil í ágúst. Jamm
Og mataræðið hefur verið mjög mótþróaþrjóskuröskunar skotið – það get ég svarið.
En svona lítur þetta nú út:
Mogginn og 24 stundir borið út daglega 45 mínútur – mánudagur til laugardags – 2 sinnum á laugardag. Auk þessa:
Mánudagur – langur vinnudagur. E.t.v. pottferð á Selfossi eftir gönguna – byrja ekki að kenna fyrr en klukkan 10.
þriðjudagur – styrkur – lyftingar og stutt brennsla – fundur í Reykjavík
Miðvikudagur – vinnudagur
Fimmtudagur – blak
Föstudagur – unnið til 14:00 og þá farið í sund og svo sjúkraþjálfun klukkan 15:30.
laugardagur 2×45 mín í göngu
Sunnudagur í hvíld
Ég vona bara að ég komist í gegnum blaðburðinn. Ég veit að hann á eftir að skila mér góðu – en ég veit líka að ég á eftir að finna fyrir því – þetta er samt ekkert mikið meira en þegar ég labbaði með Bjart í vor og haust. Kannski get ég líka verið eitthvað á hjólinu – það léttir á líka. En hvernig hann Bjartur minn á eftir að haga sér veit ég ekki – en mér finnst óhugsandi að ganga nema hann sé með í för.
Aha hvað mér líður betur að vera búin að ákveða þetta allt saman… veit að það er minna mál að gera þetta þegar ég hef ákveðið þetta.
Mataræði – hafa ávexti og grænmeti í skólanum í kaffinu – og shake klukkan 15:30 – með banana og klaka – hafa blenderinn í skólanum. Borða hádegismat í skólanum – minnka skammtinn því ég er með shakinn og ávextina/grænmetið.
Og ekkert með það – sykurát verður að fara út og þar með coke light. Ekkert hump pumph prump sjálfsstjórn eitthvað – og út með söknuðinni. Hvað með það að sakna hvers? Ingu vinnualka sem sinnti vinnunni sinni betur en öllu öðru? Sigh
En sem sagt markmiðin komin í hús – Inga 40 kílóum léttari. Hreyfing og mataræði þar sem engin sætindi læðast að. Jamm
Ég fékk mér ótrúlega fín föt í dag. Það var MJÖG skemmtilegt – það get ég sagt ykkur.

Þú ert bara æði Inga mín. Hrikalega dugleg. -40 kíló er hetjudáð í mínum huga. Sérstaklega þar sem þú ert að gera þetta á svo jákvæðan og heilbrigðan hátt 🙂 Baráttukveðjur inn í haustið>kv Haddý Jóna
Líkar viðLíkar við
ah það verða 40 kg ,,bráðum“ enn eru það ,,bara“ 30 – alltaf þrjátíu en sem sagt – maður verður að lifa með því. Hafðu það gott og gangi þér vel í öllu þínu starfi – við skulum svo stefna á að hittast í haust
Líkar viðLíkar við
Sæl Ingveldur mín, ég bara má til með að hrósa þér fyrir dugnað!>og þetta með blaðaburðinn, ég bar út Fréttablaðið frá jan-mars í fyrra, það var alveg hræðilega erfitt að koma sér af stað kl 5:00 á morgnana en ég lét mig hafa það,ég bar út til kl ca 7:00 og vitir menn, ég var orðin 9 kílóum léttari 6 mars, ég verð nú að segja að það var voða góð tilfining að stíga á viktina og sjá 9 kíló farin. ég sá þar með að hreyfingin skiptir nánast öllu máli því ég breytti mataræðinu ekki neitt!! 🙂 mínútu í munni, heila eilífð á kroppi, nema við gerum eitthvað í því 🙂 þannig að YOU GO GIRL!!! Ég hef mikla trú á þér 😉>>kveðja Lísa mamma Tedda 🙂
Líkar viðLíkar við