Morfeus, stórasta og ég

Er hægt að hafa það betra – 22.08.08 er dagurinn sem Ísland kemst í úrslitin á ól. Þetta er gjörsamlega ótrúlegt. Frábærlega stórkostlegt. Og það lá við að maður tryði á það allan tímann. Ja það lá ekkert við – ég ímyndaði mér bara hvað Grímur Hergeirs hefði hugsað – vera köld og kúl og séð að meiriháttar katastrófía þyrfti að koma til – svo við bíp leiknum. Og svo náttúrulega bara hugsar maður jákvætt – er sko að æfa mig í því. Ég er að lækna mig af hörmungarhyggjunni! Það er sko ekkert grín.

Fyrsti skóladagurinn var í dag og það var mjög gaman að vera með krökkunum – fínir krakkar sem eru komnir inn – 8 nýir nemendur og nú erum við orðin 16 – frábært.

Það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni að ég hef verið að koma heim allt fram undir miðnætti – mætt fyrir 8 flesta daga – þýðir að maður er lagður af stað um og eftir sjö – og svo bara heldur maður endalaust áfram og fyllist þvílíkri vellíðan að geta unnið endalaust. Engar bónusferðir, engar íþróttir nema létt sprikl í lauginni í besta falli – bara vinna. Hentar vinnualkanum og óreiðupésanum – en ekki hollt fyrir íþróttaálfinn! – Tröllið.

Næsta vika verður betri og Inga einbeittari og ég kaupi kort í Styrk um mánaðarmótin. Undan því verður ekki komist. Setja upp æfingaprógramm sem fellur við stundakskránna og líf mitt!

Ég er að skána í löppunum – enda ekkert að gera miðað við oft. Mataræðið í nokkru rugli en ekki þó eins slæmt og það gæti verið miðað við óreiðuna í lífi mínu.

Handbolti, ber, skólabyrjun, astmi og ýmis önnur óáran leggur mann nú ekki svo auðveldlega ;-). Drasli í húsi fer ekki neitt. Bíður sallarólegt eftir því að verða tekið!

Færðu inn athugasemd