Kominn tími á blogg?

Gæti verið – nóg hefur að minnsta kosti gerst á síðustu tveimur vikum eða svo. Frá því ég bloggaði síðast greip um sig Grímsævintýrsæði mikið – klikkuð vinna frá 6. ágúst að telja við að safna saman og ganga frá vinningum á tombóluna viðfrægu, vinna á Borg og hvur veit hvað ;-). Nú til þess að spara akstur tjölduðum við Palli á Borg og vorum þar fram á sunnudag þegar Þórunn vina mín greip mig með sér vestur í Vatnsfjörð (sofið á Barðaströnd) að tína ber í 5 daga.

Það var algjörlega frábær timi á makalausum stað sem heitir Krossholt. Once in a life time experience I can tell you. Og við tíndum fullt af berjum og fórum með Baldri fram og til baka því ég þori ekki að aka suðurfyrir þennan kjálka sem kenndur er við vestur. Og svo bara hviss bang mætt í vinnu daginn eftir….

Með nokkuð slæmt astma og ofnæmiskvef sem ég var að ná mér af alla helgina – með aðstoð Ól – og alls kyns pústa og pillna. (Þess ber að geta að þegar ég var fyrir vestan var ég ekki í sjónvarpssambandi sem var á köflum bagalegt en ég fékk að hlusta á Ísl-Þýskaland í gegnum gsm-inn stödd í berjalandi Vatnsfirðinga. Dásamlegt náttúrulega – ótrúlegt reyndar.
Nú svo bara er ég mætt í vinnu – í handbolta siguralsælu vímu. Ég fór til Baldurs í gær og ætlaði að biðja hann um að laga á mér hnéð snöggnvast en hann sagði nú að það væri bara á færi lækna að líta á það og hélt helst að það væri að gefa sig liðþófi – stundum er nú hægt að laga það. Það er bara vonandi svoleiðis hjá mér líka. Ég fór svo á þriðjudagsfundinn minn í bænum og hafði gott af. Reyndi svo að fara snemma að sofa svo ég gæti nú vaknað í Pólverjaleikinn í morgun – sem ég að sjálfsögðu gerði og þó ég hafi ekki verið jafn lyriísk og heimspekileg og Ólafur Stefáns í lok leiksins sat ég nú bara og þurrkaði tár af hvörmum. Og þá er það bara næsti leikur huhumm. Spánverjar.

Svo er skólasetning á morgun – bekkurinn með hefur vaxið úr 8 í 16 frá því síðasta haust – góð viðbót það og ég er í frábærri stofu -hreinni snilld og ég hlakka bara til að fást við verkefni vetrarins – vonandi verða bara stöðvar grín og glens hér út í eitt – sem minnir mig á það – hvar ættu börnin að geyma töskurnar sínar….
Hreyfing og mataræði? Ekki skipulagt en þokkalegt. Fullur áhugi á skipulagi og tjasli í sprungur 😉

2 athugasemdir á “Kominn tími á blogg?

Færðu inn athugasemd