…ég fer bráðum að vinna! Það góða í stöðunni er að ég hlakka bara til. Ja amk kvíði ég ekki fyrir. Ég er með bestu stundatöflu í heimi. Ekkert minna. Held ég ;-). En það sem er nú kannski mest að gerast um þessar mundir eru hin landsfrægu Grímsævintýri þar sem tombóla ein er haldin gríðarmikil og undirrituð hefur farið mikinn í því að finna vinninga, pakka þeim inn og stússast hægri vinstri út og suður. Gott ef ég þarf ekki að baka pönnukökur eða eitthvað annað skemmtilegt líka. Sigh ég nenni eiginlega ekki að baka pönnsur svei mér þá! Ég nenni svo sem ekki neinu…. Svona ef út í það er farið.
En ég er amk búin að tjalda vagninum á Borg með honum Páli mínum. Svo ég er tilbúin í útilegu þannig lagað eina helgina enn ;-).
Þórunn er að reyna að fá mig með sér í ber… Ég þori ekki á Vestfirðina, ekki keyrandi sjálf, ekki með öðrum eða neitt ;-). Kannski með Daða en það væri nú eiginlega sá eini…
En nóg um það – hreyfi mig ekki neitt – er svo montin af Svartafossi að hann verður að duga mér um sinn ;-). Það er ekki alveg nógu mikil regla á lífi mínu um þessar mundir.
En ég er að hugsa um að bera út Fréttablaðið á morgnana – þá getur Bjartur komið með og vakið alla í vinnuna 😉 híhí – nah – ég myndi nú úða á hann einhverju svo hann gerði það ekki. Við Palli saman að bara út – hljómar vel ekki satt?
Smá aukaaur og svona
Jamm margt í mörgu ég segi það satt.

Hæ sæta>>Það sem að mig hlakkar mest til er að fá lífið aftur í fastar skorður:-). Fríið er gott en stundum er gott að hafa allt í föstum skorðum.>>Besta stundatafla í heimi hvað er það? ekkert að kenna e hádegi og engin danska??>>Hafðu það gott og farðu vel með þig.>Kv Sigurlín og bumbubúinn
Líkar viðLíkar við