Versunarmannahelgi í Svínafelli

Það var nú svei mér gaman hjá mér um Verslunarmannahelgina – ein sú besta síðustu 20 árin eða svo svei mér þá! Ragnheiður bauð okkur til sín um helgina en hún var að vinna blessunin. Í Svínafelli reka Ólafur og Pálina ferðaþjónustu. Þar er Flosalaug – kringlótt laug sem hituð er upp með rusli úr sveitinni og þar eru tveir heitir pottar. Þar eru líka bestu klósett ever á tjaldsvæðum en eftir hryllinginn við Geysi í þeim efnum er ég sérstök áhugamanneskja um salerni á tjaldsvæðum. Þau fá 10 í Sveinafelli miðað við enga upphitun og ekki heitt vatn – neðar vegar er þjónustuhús með upphituðum salernum og heitu vatni, sturtum og alles. Þarna er líka hægt að þvo og þurrka þvott. Allt annað en vasakhúsið er innifalið í verðinu og það er því hreint ekki dýrt að gista í Svínafelli. Það voru eiginlega bara útlendingar þarna og þeir koma seinnipartinn og fara eldsnemma. Engin vandræði að hafa þá nærri sér 😉

Við komum um 15 á föstudag að Svínafelli og fórum seinni partinn í gær. Þetta er 3 tíma akstur hið minnsta. Við fórum með Þórunni, Pálma, Eyrúnu, vini hennar, Ragnheiði, Jósep, Aðalsteini, Skafta, Sigrúnu og Önnu systur Þórunnar. Oh yeah þetta var frábært.

Á laugardag gengum við Þórunn upp að fossi fyrir ofan tjaldsvæðið – fín ganga og algjörlega stórkostlegur foss – svona eins og litli bróðir Svartafoss, veðrið frábært og náttúran stórkostleg. Hreinlega stórkostleg. Og svo er maður svo montin að vera yfirleitt fær um að paufast upp í móti.

Á sunnudag fórum við síðan að Svartafossi – 3,4 km ganga fram og til baka 😉 og við fórum upp hlíðina, þar sem maður keyrir upp að Bölti. Ansi bratt og þó enn brattara þegar maður fer þar niður en fín ganga og ég man nú að ég hugsaði hér í eina tíð að aldrei myndi ég komast upp að Svartafossi – en þangað komst ég nú þrátt fyrír ýmsan bratta ;-).

Við vorum mjög heppin með veður, hlýtt og gott og dásamlegt allt saman. Takk Ragnheiður mín fyrir að bjóða okkur.

Færðu inn athugasemd