Útilega í Keflavík híhí

Jæja komin heim úr síðustu tjaldvagnagistingunni þetta árið vænti ég. Voru í 50 ára afmæli í Keflavík og sváfum í vagninum – og ég svaf svona líka dáindisvel. Elska vagninn minn, ójá.

Kom svo heim og hreinsaði hundahár og borðaði þokkalega skynsamlegan mat…

Sit svo hér núna og einbeiti mér að því að telja mér trú um að það sem ég sé að telja mér trú um sé kjaftaæði bull og vitleysa – þe löngunin í að maula eitthvað.

Fráhaldið mitt átti að byrja í gær – nammi – en ég borðið lófafylli af súkkulaðirúsínum í boðinu -og ég fékk mér kökusneið – svo fráhaldið mitt byrjar í dag – á nýjan leik. Það mun ganga á ýmsu – en nú er ekkert um það að ræða að vera eitthvað bullustumpast í þessu.

Leggja æfingaáætlunina á minnið og haga sér eins og það tröll sem ég er. Blaðburður í fyrramálið og matur í löngum bunum tekinn í skólann svo ekki sé verið að borða nammi, kökur, ost og hvur veit hvað þar dægrin löng.

Og svo þarf ég að losna við bjúg – nú þegar ég hef giftingahringinn þá finn ég betur þegar ég er með bjúg – vissi ekki af honum fyrr en – ég er sem sagt pínu eitthvað þrútin.

Og nýju fötin eru svo skemmtileg – buxurnar gera mig næstum eins og manneskju í laginu ;-).

Og ekki er ég að fara að borða – onei –

Saumavélin mín er biluð – muna að fara með hana í viðgerð.

Draumurinn

Sjálfseyðingarhvöt
mótþróaþrjóskuröskun…

…nú eða bara fíkn
Stjórnleysi

einhvers konar sérkennileg klikkun amk ;-).

En ég sakna nú svoldið hennar Ingu sem vann og vann og vann og vann og vann og vann og vann og vann og var ógeðslega góð í því. Og það skilaði nú meiri sælunni og það var ekki rúm til að gera neitt annað. Bara vinna og vinna og vinna og vinna og vinna og vinna – og vera góð í sínu fagi.

En þó maður hafi kunnað svona vel við þá Ingu – þeas þó ég hafi kunnað svona æææægilega vel við hana þá var hún víst sjálfri sér svolítið vond…

…og Palli var ekki nærri eins hrifinn af henni og líkamsræktartröllinu sínu… segir það vera blíðara, umburðarlyndari og svona heldur notalegri. Ætla nú ekki að segja ónefndum sjúkraþjálfara það sem hefur haldið því fram allan tímann…. o nei!

Er nú ekki búin að kaupa það sjálf ó nei. Ég er sko í heimsókn hjá vinnualkanum – og kann svona ægilega vel við mig. En það má vá víst ekki standa lengi. Sigh.

Ég fór í sjúkraþjálfun í dag – jamm. Fæ að vera þar svo lengi sem ég er að gera eitthvað af viti…

Á að skrifa matardagbók og æfingaáætlun. Sem ég náttúrulega kann veit og vil. Það er bara eitthvað svo skritið í kolli mínum varðandi mat. Ég held ég hafi ekki aaaalveg fullkomna stjórn á honum í augnablikinu en við skulum sjá hvað gerist á morgun þegar ramminn er kominn og svona ægilega fínn líka. Ég þarf að vísu að fara í 50 ára afmæli og drekka smá vegis – en annars ætti ég bara að vera góð… ÆTTI.

Nú þarf að setja sér markmið – sjá það fyrir sér. Stefna á það því maður vill þetta, ætlar og skal.

Varðandi æfingaplanið þá hreinlega finnst mér það óbærileg tilhugsun að fara inn í verkina, pínuna og heltið á ný. Mér dugar svo sannarlega hnéð og mjaðmaverkirnir, stirðleikinn og það allt saman – sem svo ætti að verða mér hvatning til að léttast. Jamm… Skrítinn þessi haus. En gott að byrja skipulagið á ný.

Ég er nú samt búin að vera dugleg í sumar – í styrk í júní og svo hjólað og gengið, synt og gengið meira í júlí og gengið í ágúst. Ég hef ekkert setið og gert ekki neitt – en skipulögð hreyfing – það er sko aðalorðið sem sagt – skipulögð hreyfing hefur verið lítil í ágúst. Jamm

Og mataræðið hefur verið mjög mótþróaþrjóskuröskunar skotið – það get ég svarið.

En svona lítur þetta nú út:

Mogginn og 24 stundir borið út daglega 45 mínútur – mánudagur til laugardags – 2 sinnum á laugardag. Auk þessa:

Mánudagur – langur vinnudagur. E.t.v. pottferð á Selfossi eftir gönguna – byrja ekki að kenna fyrr en klukkan 10.

þriðjudagur – styrkur – lyftingar og stutt brennsla – fundur í Reykjavík

Miðvikudagur – vinnudagur

Fimmtudagur – blak

Föstudagur – unnið til 14:00 og þá farið í sund og svo sjúkraþjálfun klukkan 15:30.

laugardagur 2×45 mín í göngu

Sunnudagur í hvíld

Ég vona bara að ég komist í gegnum blaðburðinn. Ég veit að hann á eftir að skila mér góðu – en ég veit líka að ég á eftir að finna fyrir því – þetta er samt ekkert mikið meira en þegar ég labbaði með Bjart í vor og haust. Kannski get ég líka verið eitthvað á hjólinu – það léttir á líka. En hvernig hann Bjartur minn á eftir að haga sér veit ég ekki – en mér finnst óhugsandi að ganga nema hann sé með í för.

Aha hvað mér líður betur að vera búin að ákveða þetta allt saman… veit að það er minna mál að gera þetta þegar ég hef ákveðið þetta.

Mataræði – hafa ávexti og grænmeti í skólanum í kaffinu – og shake klukkan 15:30 – með banana og klaka – hafa blenderinn í skólanum. Borða hádegismat í skólanum – minnka skammtinn því ég er með shakinn og ávextina/grænmetið.

Og ekkert með það – sykurát verður að fara út og þar með coke light. Ekkert hump pumph prump sjálfsstjórn eitthvað – og út með söknuðinni. Hvað með það að sakna hvers? Ingu vinnualka sem sinnti vinnunni sinni betur en öllu öðru? Sigh

En sem sagt markmiðin komin í hús – Inga 40 kílóum léttari. Hreyfing og mataræði þar sem engin sætindi læðast að. Jamm

Ég fékk mér ótrúlega fín föt í dag. Það var MJÖG skemmtilegt – það get ég sagt ykkur.

Bíb bíb

Klisja eður ei – gott trix samt.

Ég er búin hugsa mér að skrifa lista yfir allt það sem ég er ekki að gera rétt svo ég átti mig nú áreiðanlega alveg klárlega á því öllu saman.

…því það er náttúrulega helsta hættan að ég sjái ekki hvað ég er mikill bíb!

En sem sagt maður þarf að sjá hetjuna í sjálfum sér – vinna með henni en ekki bíb.

Sem sagt hið góða í stöðinni er að ég ætla að setja upp æfingaáætlun og ég er að fara til sjúkraþjálfarans og eiga samræður um lífstílsbreyingu Ingveldar.

Nú og ég ætla ekki að verða vinnualkanum í mér að bráð – heldur þvert á móti. – Amk ekki láta hann gjörsigra mig – eins og mér þætti það nú þægilegt…

Svona er ég nú mikil hetja!

Og svona skiptir nú máli að bíba allt þetta bíb bara út og byggja á hinu.

Þó maður hafi næstum átt bíbbíbbíb dag sinn á kennsluferlinum í gær.

Þýðir lítið að byggja líf sitt á því sem er að. heldur bognar undirstöður það.

Púff

Sumir dagar – sumir dagar hreinlega virka ekki. Þetta er næstum svoleiðis dagur.

En ég fór í gær að fagna landsliðinu mínu og það var yndislegt, dásamlegt, frábært.

Ég er mjög glöð yfir því – jamm

Í alvöru

þá held ég að ég fari að gera eitthvað í mínum málum skipulagslega séð og einbeitarlega séð!
…einhvern tímann á næstunni amk…
kannski!
Hef komist að því að ég hef engan tíma til neins nema vinna. -Sofa smá og vinna svo meira. Eða er það það sem mig bara langar…
Ferð mín er eins og leið manns á Olympíuleika var einhvern tímann sagt…
…og þá sagði annar að maður þyrfti bara að sjá gullið fyrir sér og þá…!
Sigh…

En ég fer að fá gleraugu bráðum og þá sé ég nú allt skýrar! Svona ef ég næ að leysa þau út – híhí

En sem sagt ef ég vil og treysti mér til þá stendur mér ýmislegt til boða …
jamm

Hvað er stórt og hvað er stórast?

Einu sinni sungu Þjóðverjar – Þýskaland Þýskaland ofar öllu – en því hefur verið breytt þar sem slík þjóðernishyggja leiddi heila heimsálfu og rúmlega það í ægileg vandræði.

Okkur er tíðrætt um litla Ísland (Norðmenn tala alltaf um litla Noreg líka og eru þeir þó heldur fleiri en við) – fámennið, höfðatöluna og metin öll sem hún færir okkur – og víst er um að engin þjóð svo fámenn hefur átt fulltrúa á palli í hópíþrótt og það er í sjálfu sér fréttaefni – jafnt í Ástralíu sem Bandaríkjunum. Það er líka ástæðan fyrir því að allir vilja lenda á móti okkur í riðlakeppninni og úrslitunum – við erum jú bara Ísland. Erfitt að bera mikla virðingu fyrirfram fyrir svo litlu ör-ríki.

Dorrit blessunin sem hefur skorað ekki færri stig en allt liðið til saman hjá íslensku þjóðinni var orðin svolítið þreytt á þessu tali og vill að við förum að líta á okkur með öðrum gleraugum en þeim að vera svo lítil að allur árangur sé hreint undraverður. Við eigum að hugsa stórt. – Enda þó við séum ekki stærsta þjóð í heim þá getum vel verið sú stórasta og verið auðmjúk, æðrulaus og þakklát um leið. Hættum að hugsa neikvætt – bípum það allt saman.

Bípin hans Ólafs falla nokkuð vel að hugaræfingum mínum þessa dagana. lífa í núinu, velja, sjá fyrir sér markmiðin – annars gerist ekki neitt. Trúa á eigin mátt, samferðarmannanna og um leið treysta á æðri mátt sem við finnum í hverju einu sem okkur þykir best henta. Gott viðtal við Rope Yoga manninn í Mogganum í dag – man aldrei hvað maðurinn heitir en ég er alltaf að rekast á hann við og við á ferð minni í fjölmiðlaheimum og ég bara veit að það sem hann segir – er eitthvað sem ég á að tileinka mér.

Og Morfeusinn hans Óla er úr Matrix – myndunum en ekki goðafræðinni. Morfeus sá ræður hvort hann er í raunveruleikanum eða í sýndarheimi einhverjum. Sigh skil ekkert í þessu – er ekki mikil Matrix pæja satt að segja, frekar en Hringadróttinsgella eða Harry Potter aðdáandi. Er ekki mikið fyrir ævintýrin þau.

Ég er komin í vinnuna og er með nokkurn lista af verkefnum sem þarf að sinna enda heil kennsluvika framundan og ég veit ekki hvernig morgundagurinn verður – að minnsta kosti tókst mér að gera ekki nokkurn skapaðan hlut í allan gærdag – eftir leik. Réð ekki við meira þann daginn, vildi bara horfa á klippur úr leikjunum, lesa erlendar og innlendar síður um handboltann og velta mér upp úr þessu endalaust en var svo orðin of syfjuð til að ná að horfa á leikinn aftur.

Jamm – best að fara og verða svolítið gáfuleg og komast í samband við hina akademísku Ingveldi – og hugsa svo svolítið um mína eigin stundatöflu í leiðinni!

Ég teiknaði sjálfsmynd af mér í gær- ég var kraftalega vaxin klædd í sundbol ;-). Framtíðarsýnin komin á hreint. Nú er bara að sjá það fyrir sér – eins og gullið!

Morfeus, stórasta og ég

Er hægt að hafa það betra – 22.08.08 er dagurinn sem Ísland kemst í úrslitin á ól. Þetta er gjörsamlega ótrúlegt. Frábærlega stórkostlegt. Og það lá við að maður tryði á það allan tímann. Ja það lá ekkert við – ég ímyndaði mér bara hvað Grímur Hergeirs hefði hugsað – vera köld og kúl og séð að meiriháttar katastrófía þyrfti að koma til – svo við bíp leiknum. Og svo náttúrulega bara hugsar maður jákvætt – er sko að æfa mig í því. Ég er að lækna mig af hörmungarhyggjunni! Það er sko ekkert grín.

Fyrsti skóladagurinn var í dag og það var mjög gaman að vera með krökkunum – fínir krakkar sem eru komnir inn – 8 nýir nemendur og nú erum við orðin 16 – frábært.

Það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni að ég hef verið að koma heim allt fram undir miðnætti – mætt fyrir 8 flesta daga – þýðir að maður er lagður af stað um og eftir sjö – og svo bara heldur maður endalaust áfram og fyllist þvílíkri vellíðan að geta unnið endalaust. Engar bónusferðir, engar íþróttir nema létt sprikl í lauginni í besta falli – bara vinna. Hentar vinnualkanum og óreiðupésanum – en ekki hollt fyrir íþróttaálfinn! – Tröllið.

Næsta vika verður betri og Inga einbeittari og ég kaupi kort í Styrk um mánaðarmótin. Undan því verður ekki komist. Setja upp æfingaprógramm sem fellur við stundakskránna og líf mitt!

Ég er að skána í löppunum – enda ekkert að gera miðað við oft. Mataræðið í nokkru rugli en ekki þó eins slæmt og það gæti verið miðað við óreiðuna í lífi mínu.

Handbolti, ber, skólabyrjun, astmi og ýmis önnur óáran leggur mann nú ekki svo auðveldlega ;-). Drasli í húsi fer ekki neitt. Bíður sallarólegt eftir því að verða tekið!

Kominn tími á blogg?

Gæti verið – nóg hefur að minnsta kosti gerst á síðustu tveimur vikum eða svo. Frá því ég bloggaði síðast greip um sig Grímsævintýrsæði mikið – klikkuð vinna frá 6. ágúst að telja við að safna saman og ganga frá vinningum á tombóluna viðfrægu, vinna á Borg og hvur veit hvað ;-). Nú til þess að spara akstur tjölduðum við Palli á Borg og vorum þar fram á sunnudag þegar Þórunn vina mín greip mig með sér vestur í Vatnsfjörð (sofið á Barðaströnd) að tína ber í 5 daga.

Það var algjörlega frábær timi á makalausum stað sem heitir Krossholt. Once in a life time experience I can tell you. Og við tíndum fullt af berjum og fórum með Baldri fram og til baka því ég þori ekki að aka suðurfyrir þennan kjálka sem kenndur er við vestur. Og svo bara hviss bang mætt í vinnu daginn eftir….

Með nokkuð slæmt astma og ofnæmiskvef sem ég var að ná mér af alla helgina – með aðstoð Ól – og alls kyns pústa og pillna. (Þess ber að geta að þegar ég var fyrir vestan var ég ekki í sjónvarpssambandi sem var á köflum bagalegt en ég fékk að hlusta á Ísl-Þýskaland í gegnum gsm-inn stödd í berjalandi Vatnsfirðinga. Dásamlegt náttúrulega – ótrúlegt reyndar.
Nú svo bara er ég mætt í vinnu – í handbolta siguralsælu vímu. Ég fór til Baldurs í gær og ætlaði að biðja hann um að laga á mér hnéð snöggnvast en hann sagði nú að það væri bara á færi lækna að líta á það og hélt helst að það væri að gefa sig liðþófi – stundum er nú hægt að laga það. Það er bara vonandi svoleiðis hjá mér líka. Ég fór svo á þriðjudagsfundinn minn í bænum og hafði gott af. Reyndi svo að fara snemma að sofa svo ég gæti nú vaknað í Pólverjaleikinn í morgun – sem ég að sjálfsögðu gerði og þó ég hafi ekki verið jafn lyriísk og heimspekileg og Ólafur Stefáns í lok leiksins sat ég nú bara og þurrkaði tár af hvörmum. Og þá er það bara næsti leikur huhumm. Spánverjar.

Svo er skólasetning á morgun – bekkurinn með hefur vaxið úr 8 í 16 frá því síðasta haust – góð viðbót það og ég er í frábærri stofu -hreinni snilld og ég hlakka bara til að fást við verkefni vetrarins – vonandi verða bara stöðvar grín og glens hér út í eitt – sem minnir mig á það – hvar ættu börnin að geyma töskurnar sínar….
Hreyfing og mataræði? Ekki skipulagt en þokkalegt. Fullur áhugi á skipulagi og tjasli í sprungur 😉

oh my god

…ég fer bráðum að vinna! Það góða í stöðunni er að ég hlakka bara til. Ja amk kvíði ég ekki fyrir. Ég er með bestu stundatöflu í heimi. Ekkert minna. Held ég ;-). En það sem er nú kannski mest að gerast um þessar mundir eru hin landsfrægu Grímsævintýri þar sem tombóla ein er haldin gríðarmikil og undirrituð hefur farið mikinn í því að finna vinninga, pakka þeim inn og stússast hægri vinstri út og suður. Gott ef ég þarf ekki að baka pönnukökur eða eitthvað annað skemmtilegt líka. Sigh ég nenni eiginlega ekki að baka pönnsur svei mér þá! Ég nenni svo sem ekki neinu…. Svona ef út í það er farið.

En ég er amk búin að tjalda vagninum á Borg með honum Páli mínum. Svo ég er tilbúin í útilegu þannig lagað eina helgina enn ;-).

Þórunn er að reyna að fá mig með sér í ber… Ég þori ekki á Vestfirðina, ekki keyrandi sjálf, ekki með öðrum eða neitt ;-). Kannski með Daða en það væri nú eiginlega sá eini…

En nóg um það – hreyfi mig ekki neitt – er svo montin af Svartafossi að hann verður að duga mér um sinn ;-). Það er ekki alveg nógu mikil regla á lífi mínu um þessar mundir.

En ég er að hugsa um að bera út Fréttablaðið á morgnana – þá getur Bjartur komið með og vakið alla í vinnuna 😉 híhí – nah – ég myndi nú úða á hann einhverju svo hann gerði það ekki. Við Palli saman að bara út – hljómar vel ekki satt?

Smá aukaaur og svona

Jamm margt í mörgu ég segi það satt.

Versunarmannahelgi í Svínafelli

Það var nú svei mér gaman hjá mér um Verslunarmannahelgina – ein sú besta síðustu 20 árin eða svo svei mér þá! Ragnheiður bauð okkur til sín um helgina en hún var að vinna blessunin. Í Svínafelli reka Ólafur og Pálina ferðaþjónustu. Þar er Flosalaug – kringlótt laug sem hituð er upp með rusli úr sveitinni og þar eru tveir heitir pottar. Þar eru líka bestu klósett ever á tjaldsvæðum en eftir hryllinginn við Geysi í þeim efnum er ég sérstök áhugamanneskja um salerni á tjaldsvæðum. Þau fá 10 í Sveinafelli miðað við enga upphitun og ekki heitt vatn – neðar vegar er þjónustuhús með upphituðum salernum og heitu vatni, sturtum og alles. Þarna er líka hægt að þvo og þurrka þvott. Allt annað en vasakhúsið er innifalið í verðinu og það er því hreint ekki dýrt að gista í Svínafelli. Það voru eiginlega bara útlendingar þarna og þeir koma seinnipartinn og fara eldsnemma. Engin vandræði að hafa þá nærri sér 😉

Við komum um 15 á föstudag að Svínafelli og fórum seinni partinn í gær. Þetta er 3 tíma akstur hið minnsta. Við fórum með Þórunni, Pálma, Eyrúnu, vini hennar, Ragnheiði, Jósep, Aðalsteini, Skafta, Sigrúnu og Önnu systur Þórunnar. Oh yeah þetta var frábært.

Á laugardag gengum við Þórunn upp að fossi fyrir ofan tjaldsvæðið – fín ganga og algjörlega stórkostlegur foss – svona eins og litli bróðir Svartafoss, veðrið frábært og náttúran stórkostleg. Hreinlega stórkostleg. Og svo er maður svo montin að vera yfirleitt fær um að paufast upp í móti.

Á sunnudag fórum við síðan að Svartafossi – 3,4 km ganga fram og til baka 😉 og við fórum upp hlíðina, þar sem maður keyrir upp að Bölti. Ansi bratt og þó enn brattara þegar maður fer þar niður en fín ganga og ég man nú að ég hugsaði hér í eina tíð að aldrei myndi ég komast upp að Svartafossi – en þangað komst ég nú þrátt fyrír ýmsan bratta ;-).

Við vorum mjög heppin með veður, hlýtt og gott og dásamlegt allt saman. Takk Ragnheiður mín fyrir að bjóða okkur.