Tengdó buðu okkur í bústað um helgina uppi í Tungum og það var ótrúlega notalegt. Heitur pottur, spjall og samvera. Ég fór í göngu í gær með Palla út í Krummakletta fyrir ofan Tungufljót – við Reykholt. Svo sem ekki nein ofsa ganga en samt smá sprikl. Ég ætti svo að fara út að hjóla í kvöld til að ná eins og 1000 kal í viðbót – er í hálfgerðri skömm með hreyfinguna þannig lagað.
Aðalsteinn var heima um helgina með ýmis partý en húsið var bara í ágætu standi og hundurinn líka – og ekkert hundapiss neins staðar sem ég held að hljóti að teljast met. Við Pallí fórum í gegnum pallinn, stofuna og eldhúsið og komum því í þokkalegt stand þannig að nú er bara dekur og dútl í kvöld – (Ég nenni nú eiginlega ekki út að hjóla en það má víst ekki hugsa þannig – það er að duga eða drepast í þessum bransa.
En þá er komið að stóru fréttunum af mataræði helgarinnar. Ég borðið ekkert nammi eða sætindi sem slík – ég fékk mér samt vöfflur 2 stk með sírópi en það er mjög á gráu svæði varðandi sykurfráhald – en ég kýs að hafa það hinum megin línunnar – réttu megin þeas því ég er jú að hugsa um þessi sætindi, kex og kökur/kex sem var farið að rata ótrúlega oft inn fyrir mínar varir. Vöfflurnar flokkuðust líka sem nammidags-fæði. Tilbreytingin mín þessa vikuna.
En þar sem ég sá ekki um innkaupin í bústaðinn átti ég alveg eins von á því að mataræðið færi allt til fjandans en það gerði það ekki. Ég stóð mig bara þræl vel og fékk mér ekkert nammi, litla fitu og ekkert coke lite! Ég drakk nú svolítið áfengi svo ég á ekki von á neinu breakthrougi á vigtinni en ég ætla nú bara samt að vera ánægð því svona aðstæður eru strembnar en þá komu gúrkur sér vel og harðfiskur – með engu smjöri því það gleymdist heima, svo gleymdist að kaupa það og svo gleymdi Aðalsteinn að koma með slíkt með sér – svo já Guð ég skal ekki borða smjör – amk borða ég ekki það smjör sem ég hefði getað borðað um helgina – sá tími er liðinn og kemur ekki aftur ;-).
Í næstu viku er það svo einhver tombólu-undirbúningur og svo er það Svínafell um Verslunarmannahelgina. Yes sir -í.
Engaged heitir skór dagsins – engaged to bettering my lifestyle -passar það ekki bara vel. Amk vannst stór sigur í sjálfsaga um helgina nema æðruleysi og auðmýkt hafi komið við sögu 😉

Blessuð skvís>>alltaf sami dugnaðurinn í þér:)>ég þarf að fara að kíkja í kaffi til þín:)>knús og kveðja Sædís
Líkar viðLíkar við
Langt síðan að ég hef kvittað og þakkað fyrir mig – alltaf jafn gaman að kíkja við hjá þér! Gaman að sjá hvað þér tekst vel að halda á spöðunum sama hvað á gengur!>sumarknús – Erla
Líkar viðLíkar við
humm já það er þetta með spaðana og tökin á þeim ;-). Sigh… en sumarbústaður í haust með 65 gellunum frá Ljósafossi. Í kvenfélagsbústaðnum 😀 Sjáumst ekki síðar en þá og takk fyrir að líta við. Tak so meget
Líkar viðLíkar við