Sabrina er skór dagsins.
Alskýjaður himinn, miðvikdudagur, verkefnin eru næg en einhvern veginn er getan til þess að framkvæma þau engin…
Mér leiðast húsverk. Ég er meira að segja komin með svolitla leið á þvotti sem hefur nú verið mitt helsta yndi í þeim pakka fram að þessu … og ég á eftir að búa um rúmin sem hefur nú eiginlega verið skylda mín áður en full meðvitund hefur náðst.
Vegna misskilnings fór ég ekki á oa fundi í gær og ég hélt ég kæmist í kvöld en þá er ég búin að lofa mér í annað verkefni sem ég nenni ekki heldur að gera. Hverning er hægt að vera svona neikvæð og löt þegar maður vaknar? Kannski af því ég sef of lengi frameftir. Hrmpf!
En það er ekki um annað að gera en taka til, þurrka af borðum, ryksuga, setja í þvottavél og hvað þetta heitir allt saman – já og gera þetta leiðinlega sem ég veit ég verð að gera og því fyrr sem ég geri það því betra.
Og svo þarf ég að fara til tannlæknis og því þori ég ALLS ekki….
Ykkar Inga sem er ENGIN hvunndagshetja
