Allt í Goody :-)

Goody Two Shoes er skór dagsins.
Er ekki bara allt í gúddí – það liggur við þó heimilislífið gangi nú svona upp og ofan og satt að segja svoldið mikið ofan – en hún Ingveldur fer nú að verða sjóuð í því.
Í dag er mikill rólegheitadagur – sykurfráhaldið gengur afbragðsvel og ekki snerti ég coke light – sem ég er viss um að á sinn þátt í því að það gengur þó þetta vel.
Merkilegt hvað þetta getur legið marflatt fyrir manni á stundum og svo er maður í tómu tjóni í annan tíma. Flækjustuðullinn óbærilega hár og þungur. En svo bara einföld bein lína í annan tima. Gjörsamlega stórmerkilegt.
Í dag er það fundur í bænum, letilíf og mataræði, reyna að verða ekki vitlaus yfir öllum lausu þráðunum sem hanga allt í kringum mig!
Ég fór í fínan hjólatúr í gær í nýrri regnslá sem snillingurinn hún dóttir mín gaf mér og hennar kærasti. Hún liggur yfir stýrkið og lærin þannig að í regni haldast þau þurr – í meira lagi þægilegt – eina sem er e.t.v. vandamálið er þegar ég er með bakpoka eða körfuna það aflagar svolítið seglið ;-). Kemur í ljós. Ég hlakka mjög til að nota hana í mikilli rigningu því ég er ekki alveg komin í regnbuxnastærðina og satt að segja held ég það taki mig einhver árþúsund að komast þangað með sama áframhaldi. Málið er hins vegar að núna ætla ég að takast á við að það æðruleysi og …einhverju öðru sem er mér greinilega ekki alveg orðið eiginlegt …. hmmmm hvert var nú aftur orðið?! já það er þarna þetta að vera undirgefin eða sko ekki stjórnsöm (er nema von að ég þekki ekki orðið ;-)) – ………. ……….. ……….. ……… Auðmýkt – það var orðið!
Auðmýkt gagnvart mínum æðra mætti – sem ég á svolítið eftir að finna en er viss um að það verður hann Guð karlinn ;-).
Hafið það gott í hörmungum hvunndagsins sem peningamálastefna þessa lands hefur ánafnað okkur í arf síðustu ára.
Jammm

2 athugasemdir á “Allt í Goody :-)

  1. híhí – we are like strangers og ekki fær maður nú fréttirnar í gegnum bloggið hjá þér kona góð! og endilega komdu

    Líkar við

Færðu inn athugasemd