Hamgragarðar og sykurfráhald

Girls gone styled – er skór dagsins.
Enda er ég svo mikil pæja þegar ég stússast ein í því að taka saman – annars var ég nú ekki ein í því – þar sem Þórunn vina mín var með en af einhverjum undarlegum ástæðum komst Páll hjá því að vera á staðnum ;-). Merkilegt. Híhí.
Var sem sagt á Hamragörðum um helgina í alveg frábæru veðri og hafði það mjög gott.
Sykurfráhald gekk MJÖG vel nema hvað ég fékk mér hálfan kakóbolla í gærkveldi – ætli það teljist ekki sem svindl: Ég skilgreini samt sykurinn sem sælgæti, sætt kex, kökur og slíkt. Finnst nú ekkert varið í kakó hvort sem er.
Annað efni sem ég vil ekki neyta er coke light – þegar ég drekk það þá vil ég fá eitthvað sætt.
Annað markmið hef ég svo sem ekki – bara að halda mig frá light og sykri í hans svæsnustu mynd. Og það gekk vel um helgina sem og mataræðið í heild sinni. Það er þakkarvert. Maður á að muna eftir því sem er gott og tekst.
En ég finn að mig langar að eta stanslaust þegar ég kem heim – það þarf að halda í við sig í þeim efnum. Passa að drekka vatn og borða eitthvað sem maður má borða. Jamm ekki flókið 😉
En ég virðist vera á sæmilega beinni braut í augnablikinu varðandi mataræðið. Hreyfingin er ekki sérlega skipulögð en allnokkur – fór t.d. í gönguna miklu á fimmtudaginn, tjaldaði vagninum á föstudaginn, för í göngu í gær og tók vagninn saman í dag. Það þýðir hjólatúr á morgun ;-). Nú eða kannski sund. Mig langar að synda það er ósköp ljúft og gott.
….og ég hugsa að ég fari ekki endilega margar útilegur í viðbót – nú þarf að huga að því að undirbúa húsið fyrir veturinn og svoleiðis nokkuð. Já og ég verð að finna út úr því hvort ég ætti að gera eitthvað í kennó á haustönn eða nota tímann til að undirbúa og ljúka því sem er í farvatninu. Jamm margt að hugsa….

Færðu inn athugasemd