Hann Bjartur á bróður í USA – Kersins-Spurðann (nafnið er komið til af því orðaleiknum sem verður til ef einhver spyr hvað hundurinn heitir og svarið er…. Spurðann og svo líklega koll af kolli….). Þeir eru greinilega bræður því Bjartur brýst út úr ölli, slítur allt og vinnur sig í gegnum flestar þær hindranir sem eru settar upp fyrir hann.
Svo er náttúrulega gaman að velta því fyrir sér afhverju Birta þarf ekki að vera í girðingunni – bara Spurðann – ég held mig gruni svarið ;-). Bjartur komst nú út um hundabúrið sitt og okkur var selt það með þeim orðum að út úr því kæmist ekki nokkur hundur…
… nema Bjartur náttúrulega.
