Summer Splash er skór dagsins
Upprisa Ingveldar 2
mér tókst að sleppa því að éta kex og kökur sem munaði mjög litlu að ég æti. Sigh…Such a Princess heitir skór dagsins og ég hugsa að margir geti tekið undir það að ég hef vissulega ákveðna prinsessutendensa…
Auðmýktin er næstum alveg glötuð mér í nánustu framtíð enda man ég ekki orðið stundinni lengur…
Sjáum hvort ég komi til með að eiga betra með æðruleysið:
Æðruleysi – það að vera æðrulaus
Æðrulaus – óttalaus, óhræddur, ókvíðinn.
Ja hérna – æðrist eigi…
Ég held kannski að það sé ekki alveg jafn vonlaust að ég nái þessu – fyrir utan svona eins og lofthræðslu, töluverða hörmungarhyggju, pínu morgunkvíða já og ýmsa flækjustuðla.
Jamm ég held ég þurfi að finna mér minn æðri mátt. Hann getur verið hvað sem er, Guð væri fínt, sponsor í oa kerfinu, Baldur var það – hann leiddi mig áfram fyrstu skrefin, einkaþjálfari gæti orðið það…. Bara ekki ég sjálf.
Ég held ég þurfi að fara að slaka á…
Vera …. oh hvað var orðið aftur, AUÐMÝKT INGVELDUR get it into your head!
Sem sagt vera auðmjúk og æðrulaus. Jamm
Yeah right! En látum eigi hugfallast fyrri hlutann þekkjum við flest en sá síðari hefur ekki hljómað eins oft í mínum eyrum enda er alltaf ákveðinn ótti eða feimni við að nefna Guð og hans einkason oft á nafn – fólk verður svolítið berskjaldað gagnvart okkur hinum vantrúuðu… Eða hvað það er sem ég er – amk er ég ekki virk í trúnni þó ég fari nú með faðir vorið nokkuð reglulega…
Guð – gef mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.
Að lifa einn dag í einu,njóta hvers andartaks fyrir sig,
viðurkenna mótlæti sem friðarveg,
með því að taka syndugum heimi eins og hann er,
eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann
og treysta því að þú munir færa allt á réttan veg
ef ég gef mig undir vilja þinn
svo að ég megi vera hæfilega hamingjusamur í þessu lífi
og yfirmáta hamingjusamur með þér
þegar að eilífðinni kemur.
Amen
Reinhold Niebuhr
Einhver leitaði að Baldur Bjartur Hamilton hjá honum Googla vini okkar – og viti menn allt menn sem svo sem koma með einum eða öðrum hætti að mínu lífi ;-). Fyrr eða nú- mismikið og vissulega með mjög mismundandi hætti.
En ég reikna með að þessi hafi verið að leita að mér og dottið þessi þrjú nöfn í hug ha ha ha – nú eða þetta hafi bara verið tilviljun og hann eða hún litið inn hjá mér.
Það er svo margt sniðugt í þessari veröld!
Sabrina er skór dagsins.
Alskýjaður himinn, miðvikdudagur, verkefnin eru næg en einhvern veginn er getan til þess að framkvæma þau engin…
Mér leiðast húsverk. Ég er meira að segja komin með svolitla leið á þvotti sem hefur nú verið mitt helsta yndi í þeim pakka fram að þessu … og ég á eftir að búa um rúmin sem hefur nú eiginlega verið skylda mín áður en full meðvitund hefur náðst.
Vegna misskilnings fór ég ekki á oa fundi í gær og ég hélt ég kæmist í kvöld en þá er ég búin að lofa mér í annað verkefni sem ég nenni ekki heldur að gera. Hverning er hægt að vera svona neikvæð og löt þegar maður vaknar? Kannski af því ég sef of lengi frameftir. Hrmpf!
En það er ekki um annað að gera en taka til, þurrka af borðum, ryksuga, setja í þvottavél og hvað þetta heitir allt saman – já og gera þetta leiðinlega sem ég veit ég verð að gera og því fyrr sem ég geri það því betra.
Og svo þarf ég að fara til tannlæknis og því þori ég ALLS ekki….
Ykkar Inga sem er ENGIN hvunndagshetja