Aftir heilan mánuð í Styrk

Sem heitir vel að merkja Toppsport. Það er svo laaaaangt síðan ég mætti síðast að það er búð að breyta! Og það lítur miklu betur út þó það eigi náttúrulega eftir að klára breytingarnar – eins og stundum áður! En við skulum vona að mennirnir hafi þetta af í þetta sinn. Það er meira pláss í kringum hlutina og lyftingarnar aðeins meira til hliðar.

Ég tók fótaæfingar eftir að hafa hjólað aðeins um bæinn og farið smá á stigvélina – ég var svo sem ekki að rembast mikið – taka það svona hæfilega létt í fyrsta sinn eftir HEILAN MÁNUÐ sem ég hef ekki farið í Styrk – úff púff.

Síðan fór ég í Grímsnesið góða og málaði kvenfélagsbústaðinn með fleiri góðum konum. Ég held við ættum að hugsa um að létta hann svolítið upp á næsta ári. Svo verða þrif á bústaðnum í næstu viku.

Það er svo mikið dót og drasl í þessu húsi mínu að það er ferlegt – og það sem verra er – ég þarf að hjóla út í bónus að kaupa plastpoka – en ég er að hugsa um að nenna því ekki og hjóla bara út í Horn í staðinn. Okkur var fært þvílík magn af fisiki sem þarf að ganga frá á einhvern sómasamlegan hátt. SVoooooldið uppgefin eitthvað. Og þegar ég er uppgefin þá langar mig að borða eitthvað gott, líka þegar ég er leið. Ég hef ekki borðað nammi í þrjá daga en fékk mér þrjá hraunbita áðan eftir málningarvinnuna – það teljast hæfileg laun ;-). Mér fundust þeir svo sem ekkert sérlega góðir – svo kannski er þetta sykurfár mitt að rjátlast af mér í vatnskúrnum ;-).

Sorgmædd

Ég var komin með ægilega merkilegan pistil í kollinn. Ætlaði að skrifa djúpar pælingar um lífið og tilveruna – sem allt í einu varð mér svo bara eiginlega um megn þegar ég sá að ísbjörninn var drepinn að Hrauni. Það hefur komið styggð að honum greyinu og danski dýralæknirinn hefur vísast vitað hvað hann söng og sagt til…

en ægilega er ég leið. Mér finnst bara að það eigi ekki að drepa ísbirni. En væntanlega var ekki annað hægt og bla bla bla bla….

En ég er nú samt alveg miður mín yfir einum og svo tveimur ísbjörnum. En skömminni skárra er þó að eitthvað var reynt núna – hefði verið hægt að reyna meira…

Kannski…

Ræðst kannski ekki neitt við neitt með dýrið í sjónum – hann fer bara eitthvað út í loftið – og allt hefði orðið að byrja upp á nýtt – er það of mikið og flókið? Hver veit….

Sigh –

Skipulögð hreyfing

ÉG fór á vigtina áðan. Ekki falleg tala sem birtist mér þar – eins og ég hélt hún yrði sæt. Getur maður ekki bara hætt skipulagðri hreyfingu, borðað svona nokkurn veginn hollt og svona svoldið af þessu og hinu gáfulegu, og svolítið meiru af heimskulegu og bara lést við það.

Jú jú kannski – bara ekki ef maður er sú sem ég er. Þar dugir ekkert nema einbeiting, hreyfing upp á flesta daga vikunnar – skiplagða. Og hafa heilmikla áherslu á mataræðið.

Þetta verður sem sagt gert – litið til back to the basics og hugað að þessu nú þessa fyrstu daga sumarfrísins ásamt því að horfa á EM. Jamm I will do it because I can.

Back to the basics

Nú skulum við aðeins tala um að léttast Ingveldur.

Nú skulum við taka pólinn. Rifja aðeins upp grundvallaratriðin og nýta okkur það að vera ekki alveg dauðþreyttar, í ofnæmiskasti og lostástandi eftir veturinn. Förum og léttumst í fullri alvöru.

Ég svipaðist um á netinu og fann þá þessa fínu punkta. Þeir eru gulls ígildi og ég veit að þeir virka fyrir mig – og ég veit þeir virka fyrir alla. Þetta er áreiðanlega leið flestra. Nú setur maður inn eibeitinguuna. Tekið af weightloss. blogspot.com


You might not want to hear this, but there are 10 sure-fire ways to blow your diet. Check the list for pitfalls that can make or break your weight loss efforts.

1. Don’t deal with emotional eating.No matter how much weight you need to lose, you simply must face any emotional eating issues you have. This may be as simple as identifying alternative activities or as intensive as seeking professional help.

2. (Try to) follow a super-strict diet.When diets rely on one type of food or cut out entire food groups, they’re too difficult to stick to for any length of time. Ask anyone who tried the grapefruit diet.

3. Cut back too many calories.Calories in, calories out — the key to weight loss. But cut too many and you won’t lose weight at all thanks to the metabolism’s „starvation“ mode.

4. Go it alone.We all need someone to talk to about the dilemmas that losing weight brings us. Whether online or in the real world, create a support system that will help you through the rough patches.

5. Skip breakfast.The old adage is true: Breakfast is the most important meal of the day. It will get your metabolism going and help you from getting too hungry and overeating.

6. Don’t Keep a Food Diary How can you know where you’re going if you don’t know where you’ve been? To get a real grasp on what, how much, and why you’re eating, keep an honest food diary for at least 10 days.

7. Set unrealistic goals.Avoid setting goals that even the most devoted dieter couldn’t meet. Can you really cut out all sodas if you’re used to downing a 2-liter a day? Is making it three times around the track doable when you just started walking last week?

8. Weigh in every day.Weighing in daily is a sure-fire way to give up on a diet before you’ve given it a chance. Weight fluctuates from day to day for reasons that have little to do with your efforts.

9. Exercise too much, too soon.Overdoing it will lead you to burnout and risk overuse injuries whether it be exercising more intensely or for too lengthy a duration. (A few minutes every other day is an excellent way to begin if you’ve been sedentary.)

10. Go cold turkey on your favorite foods.Swearing off your favorite foods is a definite pitfall. Doing so sets you up for binges and may leave you so frustrated, you give up your diet completely. All things in moderation (Have treats occasionally and in controlled portions!) will keep those cravings at bay.

First Steps to Weight Loss

If you’re planning to try one of the myriad weight loss plans on the market, you may be feeling a little uneasy about now. There are so many choices today (and so many opinions) that the thought of finding the one that’s right for you can be overwhelming.

Before you begin the decision making process, there are a few things you should know and do.

What’s Up, Doc?
First up, you should make an appointment with your health care professional before starting any weight loss program. Chances are your doctor will have some good advice for you.

Calories Still Count
Most likely, your doctor will say the best way for you to lose weight is to cut calories where you can and to be more physically active.

Put it in Writing
Keeping a food diary is often recommended as a first step towards weight management by health and nutrition professionals. It is an excellent way to assess your habits (both good and bad) and find trouble spots where changes need to be made.

What to Look For
Sensible weight loss programs will include vegetables, whole grains and lean protein among their staple foods.

Focusing on one particular food (or type of food) to provide sustenance is not a good idea. (A recent diet offer left me wondering just who on earth could live on soup for three meals a day. Not me!)

A Word to the Wise
No one is exactly the same as you and no two people have identical experiences with losing weight. It is very important that you stay attuned to your body and pay attention to the signals it is giving you.

If you experience illness or unusual side effects while using a weight loss program or product, you should consult a physician immediately.

Tjaldvagninn og ég

Ég hef nú lokið samvistum við tjaldvagninn minn – í bili að minnsta kosti. Það á nú samt eftir að taka saman enda rigndi á Borg í dag og við fengum að skilja hann eftir þar þangað til hann yrði þurr – sem verður líklega ekki fyrr en á þriðjudaginn. Þá er spáð sól. En ég hef verið í vagninum síðan ég bara veit ekki hvenær – ja eða síðan á fimmtudaginn í vikunni sem leið ;-). Hann hefur staðið sig vel í regni sem sól, vindi og logni.

Minna varð úr hjólreiðum en í upphafi var ætlað svo upprisan í hreyfingu verður að vera á morgun en ekki á mánudaginn var… En þetta var ekki slæm vika – ekkert mikið nammi át og hollur og fínn matur. Á morgun verður það sem sagt Inga og hreyfiprógrammið og svo þarf ég að koma skjálftadótinu á réttan stað. Það er hreinlega óhjákvæmilegt barasta. Ég kemst í gegnum það. Jamm – að minnsta kosti í mínu herbergi – held ég láti Pál um geymsluna.

Það klingir í kolli mínum frasi sem Baldur minn sagði hér í den, skipulögð hreyfing… Ég finn að þar liggur hundurinn grafinn. Þó ég hafi alltaf verið á ferli, stjákli og hjólað á milli staða, lengri hringinn jafnvel þarna á Borg og farið í einn ágætan túr þá er það ekki hið sama og vita hvenær maður ætlar og það sem meira er gera það nó madder vott.

Mataræðið er merkilegt nokkuð í þokkalegu standi og í fyrsta sinn lengi þá held ég að áherslan geti verið þar á næstunni svo lengi sem ég næ að halda mér frá helv… sætindunum. Það gekk á ýmsu á vagninum við það en það tókst að mestu leyti ;-).

Af fjöllum

Nú jæja – það var óvissuferð í gær hjá skólanum og ég var í nefndinni. Ferðin heppnaðist rosalega vel og samkennari minn einn sem er vanur að ganga í veg fyrir bolta fékk sem betur fór engan bolta í sig og má það hrein blessun teljast. tíhíí

Í þessari viku hef ég litið á fjöll – þar sem ég komst ekki á Mosfell í vikunni sem þar-leið ;-). Fer nú upp á það í sumar samt – það er alveg klárt.

Við þurfum að viðra Bjart og það er orðið svolítið mannmargt í skóginum og þar má hann heldur ekki vera laus þannig að við litum á Ingólfsfjall og gengum gamla þjóðveginn. Þrátt fyrir blátt bann kíktum við aðeins á hlíðar þess til, ég var nú smeyk allan tímann enda fórum við ekki hátt. Mér leið nú samt eins og ég væri á toppnum á veröldinni þar sem ég stóð og horfði yfir allt Suðurlandsundirlendið. -Ekki svo fjarri brún fjallsins fannst mér. Ég fór því alsæl heim í morgunmatinn minn en varð heldur minni fjallageit þegar ég lagði af stað uppeftir og sá að ég hafð ekki gengið 1/8 af fjallinu heldur svona eins og 1/20 sigh. Enda þori ég ekkert upp á neinn topp þarna – alltof lofthrædd.

Eftir mikið gigg í gær enduðum við hjá Hilmari skólastjóra i bústað hans við Miðhús í Gnúpverjahreppi. Eftir matinn var okkur boðið að skoða trjárækt og sú skoðun endaði upp á Miðhúsaási – sem er skoho fjall að minu vit – amk fell… og ég fór þar upp ohyeah með peppi frá Sveinka á Heiðarbæ og niður komst ég með hjálp Guðbjargar en við fórum ansi bratta leið niður og þá segir lofthræðslan til sín – Ég var svo montin af mér að ég hélt ég myndi springa og gott ef samstarfsmennirnir mínir yrðu ekki enn montnari og svolítið undrandi á að ég gæti þetta.

Sem sagt fjall númer eitt að baki – hnéð svoldið aumt en finn annars ekki fyrir neinu. Hafði í huga það sem Stína sagið mér – taka lítil skref og ganga í smá s – hlykkjum. Jamm…

Í næstu viku verð ég í vinnu hjá hreppnum við að skoða gögn frá Ljósafossskóla – koma þeim á söfn eða henda. Það verður bara gaman. Ætla að vera í vagninum og hafa hjólið með mér. Það sparar smá benzín og svona.

Einbeiting

Ólafur Stefansson hefur lengi lengi lengi verið uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Mikill hugsuður og pælari. Hann sagði þetta eftir frækilegan árangur íslenskra handknattleiksmanna í Póllandi um helgina:

„Ég er búinn að vakna á hverjum morgni í heilt ár með það að markmiði að vera í réttu standi í þessari keppni og komast á Ólympíuleikana og það er því fínt að sjá það verða að veruleika.“

Ég ætla að hugsa um þetta í verkefninu Ég borða ekki mat

Margt og mikið í engu

Líf manns er nú einhvern veginn ekki sérlega rismikið þessa dagana. Það er eins og jörðin hafi séð til þess að setja okkur í það sæti sem henni þykir best hæfa. Ég sit þar auðmjúk og hugsa mitt ráð. Reyni að éta ekki frá mér allt vit.

Sem minnir mig á – Átakið Ingveldur borðar ekki mat. Það hefur ekki gengið sem best… Sælgæti, poppmaís reynist tilvarin dægradvöl þegar áhuginn á því að taka til í kompunum mínum tveimur er enginn og andlegur styrkur í algjöru lágmarki. Ég hef þó hafið vatns og grænmetis drykkju/át og hafið að kyrja á ný – æ ertu svöng en leiðinlegt því þú borðar ekki mat – fáðu þér vatn. Þetta skilar sér í endalausum klósettferðum en ferðum á vigtina fækkar í réttu hlutfalli við það. Enda hef ég ekki litið inn í Styrk lengi lengi lengi. En það horfir allt til betri vegar. Á morgun hef ég nýja gamla lífið mitt á ný. Vinnan (var heima í dag að vinna upp svefn, andlegt atgervi og ná úr mér einhverjum lasleika sem herjar vítt og breitt), hreyfingin, mataræðið, tiltektin og Celebra át – get nú eiginlega ekki verið án þess. Staðan er nú ekki betri en það – vildi að ég gæti verið pillulaus en svo er nú ekki alveg :D.

Frágangur í skólanum og skólaslit – úps sem minnir mig á það – ég þarf að finna buxur í hrúgunni sem er þarna inni í herberginu mínu – þar er mjög sérkennileg fatahrúga sem eljusemi mín í því að safna í kringum mig drasli og móðir jörð hjálpuðu til að búa til :D. Svei mér þá alla mína daga.

Ég ætla að legja mig svolítið meira og betur.

En voðalega óskaplega var nú gaman að komast á Ól og þá ekki síður með því að vinna Svíana blessaða.

Pirringur á meðal fólks

JÆja það er það næsti kafli. Pirringur annarra yfir því hve mikið er fjallað um skjálftana. Hvort ekki hafi bara verið farið út yfir allt. Jú jú það hafi hrist, munir hafi skemmst og fáir meiðst alvarlega. Þurfti þennan ógnar fréttaflutning eða öll þessi viðtöl.

Ég veit það ekki en það er alveg klárt að fáir atburðir á Íslandi hafa haft önnur eins áhrif á jafn marga á Íslandi og þessi. Og sem betur fer eru þeir líka fáir sem valda slíkri vanlíðan hjá jafn mörgum. ´

Ég veit satt að segja ekki hvað eru fréttir ef ekki Suðurlandsskjálftar.

Í gær athuguðum við hvort sundlaugin hér væri opin – áttum reyndar ekki von á því en þurftum að komastí í smá slökun. Laugin var lokin en tvo bíla bar að og Palli sagði fólkinu sem streymdi út með búnaðinn að laugin væri lokuð. Ég held ég gleymi seint andlitinu á fólkinu – það var svo innilega hneykslað að það eiginlega átti ekki orð?! Lokað vegna vatnsskort hvurslags þjónusta er þetta eiginlega.

Við Palli vorum bæði svo undrandi að við máttum eiginlega ekki mæla – en þetta sýnir að það getur enginn gert sér í hugarlund það sem gerðist hér á fimmtudaginn og hve víðtæk áhrif þetta hefur á marga og margt. Sumt bara ráðum við ekki við – og fólk ætti að sýna því skilning að náttúran fer sínu fram.

…hvort sem við þurfum að fara í sund eður ei. Eða kaupa okkur sokka – og komumst ekki í búð því þær eru allar lokaðar eins og maðurinn reyndi á föstudagsmorgun. Hann kom inn í hjólabæ foxvondur yfir þjónustunni á Selfossi og letinni í fólki þar að vakna ekki og vinna. Hann vildi bara fá sína sokka þó Helgi í búðinni kæmist ekki einu sinni að kassanum, vissi ekki verðið eða væri í nokkru ástandi að gera nokkurn skapaðan hlut með allt í volli í kringum sig! Hann sagðist þá bara fara á Hellu því þau hefðu greinilega enga þjónustulund! og rauk út með það.

Vont að vanta sokka.

Ég er amk fegin að hafa fjölmiðlana á fimmtudaginn. Ég hafði ekki símasambandið nema að litlu leyti og ég fékk fréttirnar í gegnum það og hughreystinguna um leið.