Inga flækjufótur

Jæja mikið hugsað og velt sér upp úr sjálsvorkunn – hreinlega marenerað mig í henni. Nú þarf að fara að skipta út verkfæri – hamarinn sem ég hef notað til þess að byggja húsið mitt dugir ekki lengur og spurning um að finna sér kannski skrúfjárn eða jafnvel sög….

Smá vandræði í heimilislífinu, sem ég er algjörlega að reyna að vera ekki mjög meðvirk vegna – í eða hvernig sem maður orðar það. MJÖG ERFITT

En í dag fór ég á hjólinu í útréttingar. Hjólaði í ,,miðbænum“ og allt. þvers og kruss og hingað og þangað um allan bæ – og svo í sund og synti smávegis og svo aftur að hjóla svoldið. Svo var nú eldað og hvílt sig dálítið og að lokum fórum við Páll í það að slá sem er afskaplega sjaldgæft að gerist hér en skal nú gert vikulega. Mér líður miklu betur eftir að það var gert. Þetta var ekki nokkur hemja orðið.

Á morgun er það svo fundur í bænum, og 2 júlí fer ég í alls konar litun á ýmsum hárum á kolli mínum – mikið hlakka ég til að fá augabrúnir. Svo þarf ég að slá svolítið með orfinu – það hefur nú mjakast smá vegis í garðinum með ýmis beð og gaman væri nú að klára þetta – eða svona gera þetta sæmilegt.

En nóg í bili – Inga pinga pikkaló

Færðu inn athugasemd