Sumarfrí hvað segi ég nú bara

Maður er bara svo upptekinn í þessu sumarfríi að þetta er eins og harðasta vinna. Vinna smá fyrir kvenfélagið, vinna smá fyrir gogg, hreyfa sig, tjalda tjaldvagni, taka saman tjaldvagn, vesenast hægri vinstri. Þetta er ægilegt álag allt saman.

Ég fór í gær og tjaldaði vagninum og fortjaldinu við Þingborg en þar er föðurleggurinn hans Páls með ættarmót um helgina. Það gekk bara ljómandi vel hjá mér að tjalda einni og heldur betur en í fyrra þannig að maður verður sterkari ár frá ári – surprise ;-). Svo er nú annað – það er eins og að vera með smákrakka með ofvirkni og athyglisbrest og gott ef ekki svolitla einhverju líka að vera með hann Bjart í útilegu. Meira vesenið á þessum hundi. Hann er ekkert venjulegur ég meina það.

Hann slítur vírkeðjur sem eru sérstaklega búnar til fyrir hunda og eiga að halda þeim en nei hann bara kubbar þær í sundur þegar hann sér kött. Hann krafsar af sér múl sem á ekki að vera hægt, hann plokkar sig úr belti sem er svo margsett utan um hann, undir framlappir, upp á bak og fyrir framan framlappir – en nei nei úr þessu getur hann losað sig bara ef hann einbeitir sér að því. Það var keypt svo fínt búr handa honum sem á að halda hverju sem er innan dyra en minn bara braut í því rimlana – spennir það upp og fer úr því þegar og þá honum sýnist best henta. O svo horfir hann bara á mann með fallegustu hundaaugum í heimi og skilur ekkert í því að veröldin skulu ekki bara umbera allt sem frá honum kemur. Ef ég man rétt þá var eitthvað smá einfaldara að ala hana Trítlu mína upp þó hún hafi verið föst á sínu blessunin.

En jæja nú þarf ég að einbeita mér að því að koma mér í styrk – fór bara á mánudaginn. Lét þrif á kvenfélagsbústaðnum duga sem kaloríurspreðsla á miðvikudag – ætlaði að bæta mér það upp í gær en fann mig þá í því að tjalda vagninum og samkvæmt mælingum í fyrra þá jafngildir tjöldun á vagninum og fortjaldinu ein alveg góðri Styrkferð. En ég ætla endilega að fara í dag – kortið mitt er að renna út – kannski kaupi ég mér 10 skipta kort en ramminn sem heldur utanum mann við að fara 3sinnum í styrk í viku er góður. Stýrandi.

Færðu inn athugasemd