Jæja þá er hún Inga búin að fara upp á Mosfellí Grímsnesi! Það held ég að megi kallast annað fellið á þessu sumri ;-). Mosfell er um 270 metra hátt – og 210 metrum hærra en Apavatn.
Þá sem sagt labbaði ég – upp Bótarskarð.
Af vef Stofnunar Árna Magnússonar um orðið bót:
Bót
Orðið virðist vera til allvíða um land, en í mismunandi merkingum eftir því hvar er. Það getur bæði þýtt ‘hvilft, dalbotn’ og ‘vík, smávogur’, skylt orðinu bugt (Ásgeir Bl. Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989). Í Færeyjum virðist örnefnið Bót vera haft í merkingunni ‘bugur, vik í landslagi’. Hérlendis er orðið bót víða til í örnefnum í merkingunni:1) ‘hvilft, hvammur, dalbotn’Á Austurlandi, Suðurlandi og Norðurlandi hefur bót haft þessa merkingu og þá uppi í landi. Bærinn Bót er til í Hróarstungu í N-Múl. Bótarfoss er í Geithellnaá í S-Múl. en nafnið gaf Þorvaldur Thoroddsen 1882. Í Árbók Ferðafélagsins 2002, Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar, eftir Hjörleif Guttormsson, eru mörg dæmi um Bótar-örnefni. Á Suðurlandi getur orðið bót merkt einhvers konar ‘krók’, t.d. við landamerki, “í Bótinni”. En það getur líka merkt þar ‘moldarsvæði þar sem grasrótin er burtu’ (Orðabók Háskólans = OH), ‘stakur gróðurblettur’ (Íslensk orðabók). Upp af bænum Mosfelli í Grímsnesi í Árnessýslu er Bótarskarð sem nefnt er í Landnámu og kennt við Bót, ambátt Ketilbjarnar gamla. Líklegt er að það sé sams konar bót í landslagi og fyrir austan og víðar (Landnámabók. Íslensk fornrit I, 386). Í Húnavatnssýslu er Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn (Sýslu- og sóknalýsingar, Reykjavík 1950, 73). Í Suður-Þingeyjarsýslu er bót í tveimur bæjanöfnum, Heiðarbót og Árbót. Heiðarbót stendur í hvilft upp í heiðina, en Árbót er í fallegum hvammi upp frá Laxá í Laxárdal (OH).
Orðið virðist vera til allvíða um land, en í mismunandi merkingum eftir því hvar er. Það getur bæði þýtt ‘hvilft, dalbotn’ og ‘vík, smávogur’, skylt orðinu bugt (Ásgeir Bl. Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Rvk. 1989). Í Færeyjum virðist örnefnið Bót vera haft í merkingunni ‘bugur, vik í landslagi’. Hérlendis er orðið bót víða til í örnefnum í merkingunni:1) ‘hvilft, hvammur, dalbotn’Á Austurlandi, Suðurlandi og Norðurlandi hefur bót haft þessa merkingu og þá uppi í landi. Bærinn Bót er til í Hróarstungu í N-Múl. Bótarfoss er í Geithellnaá í S-Múl. en nafnið gaf Þorvaldur Thoroddsen 1882. Í Árbók Ferðafélagsins 2002, Austfirðir frá Álftafirði til Fáskrúðsfjarðar, eftir Hjörleif Guttormsson, eru mörg dæmi um Bótar-örnefni. Á Suðurlandi getur orðið bót merkt einhvers konar ‘krók’, t.d. við landamerki, “í Bótinni”. En það getur líka merkt þar ‘moldarsvæði þar sem grasrótin er burtu’ (Orðabók Háskólans = OH), ‘stakur gróðurblettur’ (Íslensk orðabók). Upp af bænum Mosfelli í Grímsnesi í Árnessýslu er Bótarskarð sem nefnt er í Landnámu og kennt við Bót, ambátt Ketilbjarnar gamla. Líklegt er að það sé sams konar bót í landslagi og fyrir austan og víðar (Landnámabók. Íslensk fornrit I, 386). Í Húnavatnssýslu er Bótarfell sunnanvert við Vatnsdalinn (Sýslu- og sóknalýsingar, Reykjavík 1950, 73). Í Suður-Þingeyjarsýslu er bót í tveimur bæjanöfnum, Heiðarbót og Árbót. Heiðarbót stendur í hvilft upp í heiðina, en Árbót er í fallegum hvammi upp frá Laxá í Laxárdal (OH).
Þetta er sem sagt ekki sérlega hátt fell en mér finnst það nú bara samt afrek í sjálfu sér að hafa paufast þarna upp, með öll kílóin mín og lofthræðsluna! Kærar þakkir til stelpnanna sem buðu mér með og töldu að ég kæmist þetta ;-).
Ég er nú ekki viss um að ég komist upp á mörg önnur fell, enda Bótarskarð þægileg gönguleið þannig lagað og fellið hans Mosa ekki sérlega hátt…
Jafn sætur og sigurinn er að hafa gengið upp, þá er samt leiðinlegt að horfast í augu við ástandið á minni. Það er ekki gaman að vera alltaf síðust, miklu hægari en jafnaldrar sínir og heldur slakari en fólk á sjötugs og áttræðisaldrei – og þurfa svo jafnvel að styðja sig við mann og annan niður mesta brattann, lofthrædd og vitlaus…
Það er kannski álíka skemmtilegt og láta glápa á sig í sundi. Maður drýfur sig því að gefur manni ánægju þegar upp er staðið þó niðurlægingin sé alltaf einhver í hvert einnasta sinn. Svo er líka hægt að horfast í augu við vandann og bregðast við honum – og gera gott úr honum þangað til. En amk er ég alsæl með þetta þó treginn sé nokkur… Ég er bara fín í fótunum og það þó ég hafi hjólað býsn í dag og farið í Styrk, eldað og tekið til ;-).
Nú er bara að finna næstu mishæð í landslaginu sem ég þori að klöngrast upp á. Gott væri að vera búin að missa einhver kíló – þetta snýst hugsa ég um massa að einhverju leyti því ég held ég sé bara komin í þokkalegt form þannig lagað – hjartað tók spretti en púlsinn var fljótur niður ef ég dokaði við.
En það þarf að kyngja ákveðnu stolti það er klárt. Raunveruleikinn er strembinn á köflum en vonandi er ég að takast á við hann.
Ykkar Inga fjallageit (hólageit)
p.s. af einhverjum undarlegum ástæðum tók ég ekki mynd af sjálfri mér né lét aðra gera það svo þið bara fáið að njóta samferðamanna minna og fjallsins sjálfs.
