
Góðan daginn. Hér sjáið þið Bjart hinn fagra ;-). Hann er að bíða eftir að fá send dót í háloftunum – væntir þess að það gerist innan tíðar enda allt látið eftir honum ;-). Svo sjáið þið fallega rauða litinn á húsinu mínu híhí.
Ég fór í fínan hjólatúr áðan sem upphitun fyrir Styrkferð en hann reyndist svo langur og fínn að hann dugði sem brennsla dagsins í Styrk. Ég fór síðan í Styrk og gerði smá fótaæfingar. Fínt og flott barasta.
Í hjólatúrnum fór ég í Bónus að kaupa mér Íþróttaþrennu sem ég veit nú svo sem ekkert hvort virkar eða ekki – en ætla ekki að afskrifa hana strax. Amk er omega 3 í henni og það verður aldrei minna en það. Svo keypti ég mér vatn og banana – hvursu heilsusamleg getur ein bónusferð verið? Ekki mikið meira en þetta I tell you.
Það er svolítið leiðinlegt hvað er alltaf gott veður – þá á maður að vera duglegur og gera eitthvað voða merkilegt í garðinum til dæmis…… en ég nenni því sem sagt ekki. Er svo upptekin af því að gera eitthvað annað.
Átakið – Inga borðar ekki mat gengur ekki sérlega vel og þó – fínt bara í dag nema ég er rosalega svöng – þá er að drekka vatn út í eitt…
Nú í kvöld er það síðan Mosfell og á morgun á morgun fer ég á OA fund í bænum.
Allt að gerast bara ekki satt ;-).