Inga litla lipurtá

…ekki svo lipur á hjólum þó. Datt í fyrradag og ég er alveg að drepast í tönninni þar sem stýrið lenti… Held ég verði að líta á þetta ef eitthvað hefur nú skemmst. Ég er svo lappastutt – og með þykkan rass að ég næ ekki niður á jörð nema með meiriháttar tilfæringum svo ég er svolítið stirðbusaleg en það stoppar mig nú ekki hætishót. Hjóla hér um allan bæ og hef bara gaman að.

Gott sem þeir sögðu íslensku olíufurstarnir – það er ágætt að spara með því að dæla sjálfur eða skipta við orkuna eða Atlantsolíu – en mesti sparnaðurinn er að spara lítrann – 170 krónur.

Voða gott að vera hjólapæja híhí – meðan maður dettur ekki….

Annars er mín nokkuð einbeitt í vatnskúrnum. Það eru lausakíló farin í þessari viku og ég er aaaaaaalveg að verða komin niður í lægstu töluna mína! Það er því um að gera að standa sig vel um helgina og ekki bæta þeim á sig á ný. Uss nei nei.

Ég gerði góða ferð í Toppsport í dag oh yeah tvisvar þessa vikuna – þrisvar í þeirri næstu og ekkert múður með það.

Það er spurning hvort maður ætti að fara í útilegu…

Það er amk veðrið í það

2 athugasemdir á “Inga litla lipurtá

  1. híhí já ég get ekki annað en farið varlega því ég er svo mikil skræfa 😉 Takk fyrir allt Vilborg mín – hann bíður svo Votmúlahringurinn – einhvern tímann í næstu viku er það ekki?

    Líkar við

Færðu inn athugasemd