Sem heitir vel að merkja Toppsport. Það er svo laaaaangt síðan ég mætti síðast að það er búð að breyta! Og það lítur miklu betur út þó það eigi náttúrulega eftir að klára breytingarnar – eins og stundum áður! En við skulum vona að mennirnir hafi þetta af í þetta sinn. Það er meira pláss í kringum hlutina og lyftingarnar aðeins meira til hliðar.
Ég tók fótaæfingar eftir að hafa hjólað aðeins um bæinn og farið smá á stigvélina – ég var svo sem ekki að rembast mikið – taka það svona hæfilega létt í fyrsta sinn eftir HEILAN MÁNUÐ sem ég hef ekki farið í Styrk – úff púff.
Síðan fór ég í Grímsnesið góða og málaði kvenfélagsbústaðinn með fleiri góðum konum. Ég held við ættum að hugsa um að létta hann svolítið upp á næsta ári. Svo verða þrif á bústaðnum í næstu viku.
Það er svo mikið dót og drasl í þessu húsi mínu að það er ferlegt – og það sem verra er – ég þarf að hjóla út í bónus að kaupa plastpoka – en ég er að hugsa um að nenna því ekki og hjóla bara út í Horn í staðinn. Okkur var fært þvílík magn af fisiki sem þarf að ganga frá á einhvern sómasamlegan hátt. SVoooooldið uppgefin eitthvað. Og þegar ég er uppgefin þá langar mig að borða eitthvað gott, líka þegar ég er leið. Ég hef ekki borðað nammi í þrjá daga en fékk mér þrjá hraunbita áðan eftir málningarvinnuna – það teljast hæfileg laun ;-). Mér fundust þeir svo sem ekkert sérlega góðir – svo kannski er þetta sykurfár mitt að rjátlast af mér í vatnskúrnum ;-).