Skipulögð hreyfing

ÉG fór á vigtina áðan. Ekki falleg tala sem birtist mér þar – eins og ég hélt hún yrði sæt. Getur maður ekki bara hætt skipulagðri hreyfingu, borðað svona nokkurn veginn hollt og svona svoldið af þessu og hinu gáfulegu, og svolítið meiru af heimskulegu og bara lést við það.

Jú jú kannski – bara ekki ef maður er sú sem ég er. Þar dugir ekkert nema einbeiting, hreyfing upp á flesta daga vikunnar – skiplagða. Og hafa heilmikla áherslu á mataræðið.

Þetta verður sem sagt gert – litið til back to the basics og hugað að þessu nú þessa fyrstu daga sumarfrísins ásamt því að horfa á EM. Jamm I will do it because I can.

Færðu inn athugasemd