Af fjöllum

Nú jæja – það var óvissuferð í gær hjá skólanum og ég var í nefndinni. Ferðin heppnaðist rosalega vel og samkennari minn einn sem er vanur að ganga í veg fyrir bolta fékk sem betur fór engan bolta í sig og má það hrein blessun teljast. tíhíí

Í þessari viku hef ég litið á fjöll – þar sem ég komst ekki á Mosfell í vikunni sem þar-leið ;-). Fer nú upp á það í sumar samt – það er alveg klárt.

Við þurfum að viðra Bjart og það er orðið svolítið mannmargt í skóginum og þar má hann heldur ekki vera laus þannig að við litum á Ingólfsfjall og gengum gamla þjóðveginn. Þrátt fyrir blátt bann kíktum við aðeins á hlíðar þess til, ég var nú smeyk allan tímann enda fórum við ekki hátt. Mér leið nú samt eins og ég væri á toppnum á veröldinni þar sem ég stóð og horfði yfir allt Suðurlandsundirlendið. -Ekki svo fjarri brún fjallsins fannst mér. Ég fór því alsæl heim í morgunmatinn minn en varð heldur minni fjallageit þegar ég lagði af stað uppeftir og sá að ég hafð ekki gengið 1/8 af fjallinu heldur svona eins og 1/20 sigh. Enda þori ég ekkert upp á neinn topp þarna – alltof lofthrædd.

Eftir mikið gigg í gær enduðum við hjá Hilmari skólastjóra i bústað hans við Miðhús í Gnúpverjahreppi. Eftir matinn var okkur boðið að skoða trjárækt og sú skoðun endaði upp á Miðhúsaási – sem er skoho fjall að minu vit – amk fell… og ég fór þar upp ohyeah með peppi frá Sveinka á Heiðarbæ og niður komst ég með hjálp Guðbjargar en við fórum ansi bratta leið niður og þá segir lofthræðslan til sín – Ég var svo montin af mér að ég hélt ég myndi springa og gott ef samstarfsmennirnir mínir yrðu ekki enn montnari og svolítið undrandi á að ég gæti þetta.

Sem sagt fjall númer eitt að baki – hnéð svoldið aumt en finn annars ekki fyrir neinu. Hafði í huga það sem Stína sagið mér – taka lítil skref og ganga í smá s – hlykkjum. Jamm…

Í næstu viku verð ég í vinnu hjá hreppnum við að skoða gögn frá Ljósafossskóla – koma þeim á söfn eða henda. Það verður bara gaman. Ætla að vera í vagninum og hafa hjólið með mér. Það sparar smá benzín og svona.

Færðu inn athugasemd