Margt og mikið í engu

Líf manns er nú einhvern veginn ekki sérlega rismikið þessa dagana. Það er eins og jörðin hafi séð til þess að setja okkur í það sæti sem henni þykir best hæfa. Ég sit þar auðmjúk og hugsa mitt ráð. Reyni að éta ekki frá mér allt vit.

Sem minnir mig á – Átakið Ingveldur borðar ekki mat. Það hefur ekki gengið sem best… Sælgæti, poppmaís reynist tilvarin dægradvöl þegar áhuginn á því að taka til í kompunum mínum tveimur er enginn og andlegur styrkur í algjöru lágmarki. Ég hef þó hafið vatns og grænmetis drykkju/át og hafið að kyrja á ný – æ ertu svöng en leiðinlegt því þú borðar ekki mat – fáðu þér vatn. Þetta skilar sér í endalausum klósettferðum en ferðum á vigtina fækkar í réttu hlutfalli við það. Enda hef ég ekki litið inn í Styrk lengi lengi lengi. En það horfir allt til betri vegar. Á morgun hef ég nýja gamla lífið mitt á ný. Vinnan (var heima í dag að vinna upp svefn, andlegt atgervi og ná úr mér einhverjum lasleika sem herjar vítt og breitt), hreyfingin, mataræðið, tiltektin og Celebra át – get nú eiginlega ekki verið án þess. Staðan er nú ekki betri en það – vildi að ég gæti verið pillulaus en svo er nú ekki alveg :D.

Frágangur í skólanum og skólaslit – úps sem minnir mig á það – ég þarf að finna buxur í hrúgunni sem er þarna inni í herberginu mínu – þar er mjög sérkennileg fatahrúga sem eljusemi mín í því að safna í kringum mig drasli og móðir jörð hjálpuðu til að búa til :D. Svei mér þá alla mína daga.

Ég ætla að legja mig svolítið meira og betur.

En voðalega óskaplega var nú gaman að komast á Ól og þá ekki síður með því að vinna Svíana blessaða.

Færðu inn athugasemd