Dagurinn í dag

er sá sem maður fær og að mörgu leyti gekk hann vel – en það var líka eitt og annað sem bjátaði á – eins og gengur.

Ég komst inn í kennó í framhaldsnámið á ný. Það var nú svei mér gott og vonandi verður það gaman.

Ég fór á ART- videoskiladag í dag og það var frábært eins og allt í kringum ART. Er búin að læra að klippa og vinna með myndbönd og ég veit ekki hvað og hvað enda var ég í vinnunni frá því rúmlega sjö til 21 í gær. Margt og mikið á sig lagt. Morgundagurinn verður ekki mikið betri – stærðfræðipróf hjá krökkunum á föstudaginn og svoleiðis nokkuð.

Mataræði hefur verið með afbrigðum gott – þarf varla að borða og fyrir vikið er ég að borða of seint á kvöldin – bæði í gær og í dag en það verður lagað. Nýti mér reductilið og hugarorkuna – nei þú ert ekki svöng og þú ætlar ekki að borða bara til þess að gera eitthvað. Farður heldur að lesa, sauma, taka til vinna – bara ekki borða, því þú þarft ekkert á mat að halda.

Er samt ekki að svelta mig sem væri í sjálfu sér ágætt en vissulega er ég ekki að borða mikið. Morgungangan inni, vonandi blak á morgun og styrkur á föstudaginn.

Ég er farin að borða celebra aftur – var alveg handónýt í fótunum í gær og fyrradag. Get líklega ekki án þeirra verið þegar ég er komin í allt að því fulla hreyfingu.

See you all later. Vona að hausinn hangi á mér á morgun. Jamm

Ekki drepa tímann – tíminn er mælieining lífsins og því lífið sjálft. Förum vel með hann og þar með það ykkar Inga

Á góðu róli

…að mestu.

næstum 4 kílóum léttari en ég var þyngst eftir usa ferðina. Hef ekki verið léttari síðan Aðalsteinn minn fæddist. -Þannig að nú er ég komin í töluna sem ég var léttust fyrir páska og heldur minna meiraað segja- nýr tugur og svona. Gaman að því.

Mest gaman er þó að VERA BARA YFIR HÖFUÐ FARIN AÐ LÉTTAST!

Langt síðan það hefur gerst.

Nú er sem sagt komið að því að léttast Ingveldur.

Morgungöngur eru æði – prófið sjálf 😉

Ég er ekki frá því að Reductilið hjálpi líka – en það er með því að hreinlega hugsa daginn út og daginn inn: matur er ekki dægrastyttingur – ísaumur er, föndur er, quilt er, líkamsrækt er -en ekki matur. Því borðar þú ekki þegar þú átt dauða stund – heldur fyllir hana lífi og verkefnum því tíminn er lífið sjálft. Jamm en nóg um það: Reductilið tekur hungurtilfinninguna en ekki löngunina til að borða sér til afþreyingar. Hugurinn er því þjálfaður núna – Reductsins vegna getur ekki verið að þú finnir til svengdar svo – farðu og gerðu eitthvað annað við tímann en éta.

Annars er ég á bömmer yfir þessu prestsmáli hér á Selfossi. Hvernig svo sem allt snýst – sekt eða sakleysi. Þetta er bara hreinlega hið versta mál.

Taka til taka til taka til

Það er nú meira hvað er hægt að taka til í þessu húsi! Og klukkan orðin fjögur og ég bara ekki farin að íhuga hvernig ég á að slappa af í dag. Það er nú best að fara í málið!

Video, nizza og sauma svoldið?

Sauma, tónlist?

Video, popp, sauma?

Taka meira til?

Fara jafnvel í heimsókn…

Nah of flókið. Verð að hvíla mig held ég eftir alla þessa tiltekt.

Gengur vel með reductilið – það tekur alla hungurverki. Gengur vel með heilaþvottinn – nei nei þig langar ekki neitt og ert alls ekki svöng og svo gæti farið að þú gætir jafnvel lifað af matarlaus 🙂 Allavega fram að næstu máltíð!

Matur er ekki dægrastytting
er ógó gott kvót.

Fínasta slag

…eins og þeir segja í Færeyjum. Eða amk segir Palli að þeir segi það í Færeyjum. Kannski er þetta bara eitthvað sem hann segir á Íslandi ;-).

Fór í bæinn í dag og hitti systkini mín. Skoðuðum myndir frá USA. Endalaus upplifun náttúrulega. Endalaus. Óendanleg.

Jamm – ég myndi alveg vilja hafa eitthvað gáfulegt að segja en ég man ekkert af þessu snjalla öllu sem ég hugsa daginn út og inn. Híhí…

Það er laugardagur í dag og sunnudagur á morgun en mér finnst alveg eins og það sé sunnudagur í dag. Allt í plús sem sagt og I kid you not – drullan innan í þessu húsi er núna að mestu bundin við 3 herbergi. Algjört met ;-).

Af Ingveldi og Reductil er það að frétta að allt gengur samkvæmt áætlun. Tek það um miðjan daginn – finnst það taka of mikið af mér ef ég borða það að morgni – matarlystina það er að segja. List lyst sigh skiptir ekki máli – bæði er lyist. Verð að vera dugleg að borða fyrripartdagsins

Nú hugsa ég: Jamm gæti borðað – þarf þess ekki Reductilið segir mér að ég þurfi þess ekki. Ó langar mig samt í eitthvað? ÆÆ þá er bara að fá sér vatn… epli… sauma smá – jamm gera bara ekkert í þessu varðandi matinn híhí.

Ef ég þarf að læra að svelta mig tímabundið þá bara geri ég það. Þarf sko að taka matinn út úr lífsjöfnunni minni á nýjan leik – hér eins og um sumarið, matur er bara það en ekki dægrastytting. Neibb. Reyna að nýta Reductilið og heilaþvo mig. Ekki svöng, engin þörf fyrir mat, bara vatn. Tops híhí

Og svo koma bara prófin og hvur veit hvað. Ægilega skemmtilegt. Ætli ég komist í framhaldsnámið? Ætli við fáum þróunarstyrkinn?

Ja þá er nú um að gera að vera gáfulegur. Jamm það væri yndislegt!

Góður dagur

Sæl verið þið
Ég er byrjuð að borða Reductil aftur. Ætla að sjá hvort ég sé þroskaðari en í fyrra! Gangast í það að léttast. Jamm það get ég og geri hér með ;-).

Annars hef ég tekið afdrifaríka ákvörðun. Ég er lægsta talan sem ég vigtast (ja nema sko í kringum þessa USA ferð – þá nefnilega þyngdist ég – en er sem sagt jafn þung núna og áður en ég fór.)

Ég nefnilega fer niður – þyngist svo aftur smá og bwaaaahhhh verð rosa fúl en næ svo alltaf lágu tölunni aftur innan tíðar. Með þessu hef ég forðað mér frá algjöru fárviðri síðustu viku því eftir að hafa hrunið niður um 2 kg á milli vikna ruggaði svo aftur upp en var alveg sama híhí og svo viti menn þá var ég bara orðin 2,7 kg léttari í dag ha hó hí hó – flott hjá mér og mér alveg sama um þetta rugg mitt.

Það er svo gott að taka réttar ákvarðanir.

Held að Öldungamótið sé núna um helgina – í blaki. Ég er nú ekki þar… kannski á næsta ári.

Nú jæja.

Ég er ekki á neinum verkjalyfjum – ætla að prófa að vera laus við þau og sjá hvernig lappirnar á mér bregðast við. Gott að vita af Ibufen og Celebra ef í harðbakkann slær.

En það er líka gott að tékka aðeins á þessu. Ég er ekkert alveg afleit sko.

Jæja en mont dagsins er styrkferð og mega brennsla – loksins. Frábær æfing – fyrst og fremst vegna þess að ég nennti ekki – ætlaði ekki og þóttist svo bara ætla að gera smá til málamynda – en nei – konan tók rosaæfingu og brenndi eins og berserkur. Geggjað. Sigur vikunnar.

Og svo eru það morgungöngurnar sem eru öllu betri.

Verst með þennan rósaroða í kinnum mínum er er´að gera mér lífið leitt. Já og svo er náttúrulega svooooldið leiðinlegt að húðin mín er steinhætt að hafa nokkurn sveigjanleika – oj bara