…já og eitt dönskupróf!
Það er náttúrulega með algjörum ólíkindum að fólki skuli yfirleitt detta það í hug að láta mig kenna dönsku. En vonandi hafa krakkarnir lært eitthvað eins og ég… Það kemur svo vonandi betri kennari næsta vetur. Úff. En mín er sem sagt að búa til dönskupróf. Þetta er náttúrulega ekki normalt. En skítt með það.
Hvað svo sem má segja um bloggara þennan sem hér ritar þá hefur hann borðað grænmeti þessa helgi – að vísu með 200 kal af ídýfu, eitthvað af sósu og salti en það hefur áreiðanlega farið 1500 gr af grænmeti niður minn háls og ofaní maga þessa helgina. Enda var það markmiðið – sama hversu vitleysisleg ég verð í mataræði, sykuráti og vitleysu þá SKAL ég éta grænmetii 600 gr á dag hið minnsta. Mér er það engin vorkunn.
ÉG var að lesa Óreiðu á striga – sigh hvað þetta er góð bók. Ég hlakka mjög mikið til að lesa Karitas aftur og svo aftur Óreiðuna. Jamm þetta eru held ég bara næstum bestu bækur sem ég hef lesið.
Ég hvíldi mig svo mikið í gær að ég varð held ég hálf lasin af því! Og svo horfði ég á einhverja glæpó mynd á RUV í gærkveldi og nótt – Eiturlyf held ég hún hafi heitið – OMG hún var rosaleg. Úff…
Annars held ég að mér hafi kannski ekki veitt af hvíldinni fyrst ég var svona góð í henni… Svoldið þreytt í fótunum eftir firna merkilega sportiðdkun liðinnar viku ;-). Styrk (bara einu sinni samt – verður tvisvar í næstu viku – það er klárt – hefur nú reyndar oftar verið þannig en á hinn veginn síðan ég kom frá usa). Göngur fimm sinnum í vikunni, hjólreiðar – víhíkomin með hjólið mitt – geðveikt. Ég finn svo sem alveg fyrir því að hafa hjólað enda þarf ég að hafa sem mestu mótspyrnu í gírunum og hjóla sem allra mest á móti vindi – það er ekkert hægt að taka þetta neitt rólega – nei það verður að kremja alla orku útúr kálf og lærvöðvum. Annað er náttúrulega bara prump- Ingveldur mín prófaðu að fara stundum aðeins léttari leið.
Eftir því sem stressið eykst og vinnuálagið þá verður hálsinn kýttari, herðarnar harðari og hausverkunn gerir vart við sig. Ibufenið tekið upp…
Enn sleppur þetta nú til – ekki orðin nógu slæm til að eignast sjúkraþjálfara upp á nýtt.
Mikið sakna ég þess nú samt að eiga ekki minn eiginn sjúkraþjálfara. Svoldið leiðinlegt að vera orðin svona hraust upp á það að gera ;-).
Annars var ég að hugsa um það í sundlauginni áðan þar sem ég færði mig á milli heitu pottanna að ég væri nú bara næstum alveg óhölt – kannski að hvíldin hafi raunverulega skipt máli ;-). Ja það væri það – enda eins gott að vera að í standi, hjólatúr, fjallganga og fótboltaleikur framunan í skólanum.
Ég held ég láti nú fjallgönguna vera… verð að fara svoleiðis í góðu tómi bara!
Ragnheiður mín og Jósep komu í heimsókn áðan – Palli eldaði ótrúlega fínan mat fyrir þau og okkur Aðalstein og við drukkum meira að segja malt og appelsín – og þá er nú hátíð í bæ! Litla grjónið mitt ósköp sem ég sakna hennar, hún svona langt í burtu alltaf hreint.